Skip to main content
Frétt

Takmarkað aðgengi á ný að skrifstofu ÖBÍ

By 22. september 2020No Comments
Í ljósi fjölgunar smita vegna Covid-19 í samfélaginu, hefur verið tekin sú ákvörðun að takmarka opnun skrifstofu ÖBÍ. Skrifstofan er lokuð fyrir aðkomandi, en ráðgjöf er nú veitt í síma, og hluti starfsfólks verður heimavinnandi.

Áfram verður hægt að bóka tíma í ráðgjöf, en á meðan þetta ástand varir, verður hún veitt í gegnum síma. Þurfir þú að koma gögnum til okkar, og hefur ekki möguleika á að koma þeim rafrænt, skaltu ræða það við okkur hvernig best er að koma gögnum til okkar. En við mælum með að þú nýtir þér til að mynda snjallsíma til að skanna þau skjöl sem við þurfum að fá. Seinna er svo hægt að koma þeim til okkar á annan hátt, ef þörf er á.

Síminn er 530 6700, eða þú getur sent okkur tölvupóst á mottaka@obi.is

Þegar ákvörðun verður tekin um að aflétta þessum ráðstöfunum verður tilkynning um það sett hér á síðuna.

Þessar ráðstafanir eru gerðar með heilsu okkar allra að leiðarljósi. Við erum öll almannavarnir.