Myndin sýnir menntamálaráðherra á Bessastöðum, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, við und…

Ísland skrifar undir alþjóðlegan sáttmála um rétt allra til táknmáls

Sáttmáli Alheimssamtaka heyrnarlausra um rétt allra til táknmáls var undirritaður á Bessastöðum á þriðjudag við hátíðlega athöfn. Alheimssamtökin gerðu sáttmálann í tilefni af alheimsþingi heyrnarlausra sumarið 2019 og er Ísland fyrst ríkja heims til að undirrita hann. Sáttmálinn undirstrikar meðal annars ábyrgð og skyldur stjórnvalda og hagsmunaaðila til að tryggja réttlátt samfélag og jafnt aðgengi að menntun fyrir alla.
Lesa meira

Þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund fyrir læknisvottorð.

Þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund fyrir læknisvottorð.

Kona á Suðurlandi, sem kýs að láta nafns sín ekki getið, og sótti um lífeyri í Danmörku eftir ráðleggingar frá Tryggingastofnun, þurfti að greiða rúmlega 80 þúsund krónur fyrir læknisvottorð vegna þess hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Lesa meira

Aðalfundur ÖBÍ 2019

Fundargerð aðalfundar ÖBÍ sem haldinn var á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík, dagana 4. og 5. október 2019
Lesa meira

Einungis 6,5% örorkulífeyrisþega fá óskertan lífeyri.

Einungis 6,5% örorkulífeyrisþega fá óskertan lífeyri.

Ólafur Ísleifsson, alþingismaður, lagði fram fyrirspurn til Ásmundar Einar Daðasona, félags og barnamálaráðherra, um skerðingar í almannatryggingakerfinu. Niðurstöðurnar í svari ráðherra eru þær að 93,5% örorkulífeyrisþega þurfa að búa við skerðingar, og 93,9% endurhæfingarlífeyrisþega.
Lesa meira

Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Í samræmi við gerðardóm sem féll í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, munu sjúkraþjálfarar ekki starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar frá og með deginum í dag, mánudeginum 13. janúar. Heilbrigðisráðherra setti reglugerð fyrir nokkrum dögum, sem kemur í veg fyrir að sjúklingar fái ekki notið sjúkratrygginga, og heimilar endurgreiðslu kostnaðar, þó enginn samningur liggi fyrir.
Lesa meira

Umboðsmaður setur ofan í við Tryggingastofnun

Umboðsmaður setur ofan í við Tryggingastofnun

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tryggingastofnun Ríkisins hafi ekki farið að lögum, í máli konu sem var ekki upplýst um rétt sinn til barnalífeyris.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu formann ÖBÍ og Þórð Árna Hjaltested afhenda Tönju verðlaun sín.

Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag þar sem Tanya Ýr Jóhannsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir sundið sitt í 50m skriðsundi en stigaútreikningurinn er miðaður við heimsmet greinarinnar í hverjum fötlunarflokki fyrir sig.
Lesa meira

Forseti Íslands kallar eftir réttlæti

Forseti Íslands kallar eftir réttlæti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp sitt að venju á nýársdag. Forseti kom víða við í ræðu sinni og sagði einn helsta tilgang ávarps forseta að efla bjartsýni frekar en bölmóð, samhug heldur en sundurlindi. Í lok ávarps síns svaraði forseti einfaldri spurning sem hann fékk er hann var að leggja drög að ávarpi sínu. Hvað óttastu mest um framtíð Íslands?
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ lokuð yfir jólin

Skrifstofa ÖBÍ lokuð yfir jólin

Skrifstofa ÖBÍ verður lokuð frá og með 24. desember og fram yfir nýárið. Við opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar. Starfsfólk Öryrkjabandalagsins óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Lesa meira

Myndin sýnir Alþingishúsið

Alþingi samþykkir 10 þúsund króna skatt- og skerðingalausa greiðslu

Alþingi samþykkti við afgreiðslu laga um breytingar á öðrum lögum í tengslum við fjárlög, að greiða skyldi nú í desember tíu þúsund króna eingreiðslu til þeirra örorku- og endurhæfingalífeyrisþega sem rétt eiga á desemberuppbót. Greiðsla þessi er til viðbótar við desemberuppbót þessa árs.
Lesa meira