Myndin sýnir hús Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára.

Úrskurðarnefnd um velferðarmál fellir úr gildi synjun TR

Tryggingastofnun hafði synjað A, um örorkulífeyri um mat á örorku á grundvelli þess að hann væri með meðfædda sjónskerðingu. A hafði flust til landsins frá öðru landi innan EES svæðisins. TR vísaði til þess að Ísland og það land sem A hafði flutt frá, væru aðilar að samningnum um EES og réttindi hans í því landi væru því áfram til staðar eftir flutning til Íslands. TR vísaði einnig til þess að frekari réttindi ávinnist ekki á Íslandi. A kærði synjun TR til úrskurðanefndar um velferðarmál.
Lesa meira

Myndin sýnir þrjár konur í pallborði á viðburði kvennahreyfingar ÖBÍ.

Grein í 19. júní um Kvennahreyfingu ÖBÍ

Þorbera Fjölnisdóttir, starfsmaður Kvennahreyfingar ÖBÍ skrifaði grein um hreyfinguna í tímaritið 19. júní. Hér má lesa greinina.
Lesa meira

Myndin sýnir stýrihóp kvennahreyfingar ÖBÍ

Kvennahreyfing ÖBÍ

Samstaða fatlaðra og langveikra kvenna
Lesa meira

Myndin sýnir danska þinghúsið.

Ófær til vinnu, óhæf fyrir almannatryggingar.

Rannsókn sem unnin var í Kaupmannahafnarháskóla hefur sýnt fram á, að í stað þess að starfsgetumat, sem tekið var upp í Danmörku árið 2013, fjölgi öryrkjum á vinnumarkaði, hefur það leitt til þess að öryrkjar falla út úr almannatryggingakerfinu og þurfa að leita á náðir annara kerfa til að framfleyta sér vegna þess að þeir uppfylla ekki lengur skilyrði til bóta, en fá ekki vinnu þrátt fyrir starfsgetumat.
Lesa meira

Myndin sýnir nýtt húsnæði Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára í Kópavogi

Tryggingastofnun leiðréttir greiðslur í lok ágúst

Tryggingstofnun hefur nú tilkynnt um að stofnunin muni leiðrétta greiðslur í samræmi breytingu á krónu á móti krónu skerðingu í 65 aura á móti krónu í lok ágúst.
Lesa meira

Myndin sýnir Báru og Jón Þór

Lögfræðingur og fjölmiðlafulltrúi til starfa

Bára Brynjólfsdóttir og Jón Þór Víglundsson hafa hafið störf á skrifstofu ÖBÍ.
Lesa meira

Myndin sýnir eitthundrað krónu mynt.

Skattsvik margfalt meiri en bótasvik

Skattsvik eru allt að hundrað sinnum meiri en bótasvik samkvæmt frétt Stundarinnar.
Lesa meira

Myndin sýnir skilti sem afmarkar göngugötu á Laugavegi.

Handhöfum stæðiskorta heimilað að aka á göngugötum.

Við gildistöku nýrra umferðarlaga þann fyrsta janúar 2020 verður handhöfum stæðiskorta heimilt að aka um göngugötur og leggja þar í merkt stæði.
Lesa meira

Samsett mynd af Margréti og blurruðu gangandi fólki

Um fordóma í garð öryrkja

Þeir sem hafa kynnt sér almannatryggingakerfið og hvernig það virkar vita hinsvegar að svona er þetta ekki. Maður getur ekki bara ákveðið einn daginn að fara á bætur vegna þess að maður nenni ekki að vinna eða er illt í litla putta. Þetta er ferli, fer í gegnum margar manneskjur þar til svo tryggingalækninum finnst hann hafa nógu mikla sönnun fyrir því að þú getir í alvörunni ekki unnið. Mjög margir fá neitun og er bent á aðrar leiðir áður en þeir fara á örorku. Örorka er jú ein stærsta fátæktargildra sem til er á Íslandi og enginn sem ég þekki hefur tekið létt í þessa ákvörðun.
Lesa meira

Heilsugæslan og við - Þjónusta í þróun

Heilsugæslan og við - Þjónusta í þróun

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hélt málþing með heilsugæslunni vorið 2019 og í kjölfarið voru teknar saman upplýsingar um hvernig má nálgast eftirfarandi þjónustuþætti sem kynntir voru á þinginu. Heilsueflandi móttöku var bætt við í vinnuferlinu. Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hélt málþing með heilsugæslunni vorið 2019 og í kjölfarið voru teknar saman upplýsingar um hvernig má nálgast eftirfarandi þjónustuþætti sem kynntir voru á þinginu. Heilsueflandi móttöku var bætt við í vinnuferlinu. Heilsugæslan er í þróun og er ætlað að vera fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Auk þeirrar þjónustu sem nefnd er að hér neðan sinnir heilsugæslan almennri læknisþjónustu, mæðravernd, ung- og smábarnavernd, bólusetningum, heilsuvernd skólabarna og eldra fólks. Aldraðir og örorkulífeyrisþegar, börn undir 18 ára aldri, börn með umönnunarkort og þeir sem koma vegna mæðraverndar greiða ekki komugjöld á heilsugæsluna.
Lesa meira