Myndin sýnir Erling Smith á hjúkrunarheimilinu

Situr enn fastur á hjúkrunarheimili.

Fréttablaðið birti í morgun, miðvikudag, enn eina fréttina af málum Erlings Smith. Enn situr Erling fastur á hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, eftir að hafa verið sendur þangað í hvíldarinnlögn fyrir rúmlega tveimur árum. Þrátt fyrir mikla baráttu Erlings, hefur honum orðið lítið ágengt. Við dvöl á hjúkrunarheimili hafa tekjur hans skroppið saman, og nú er svo komið að rekstraraðili hjúkrunarheimilisins gengur nú að eignum Erlings með aðstoð sýslumanns.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ

Land réttlætis? Opið bréf til ríkisstjórnarinnar

Í sjö mánuði hefur þjóðin glímt við alheimsfaraldur, sem enn sér ekki fyrir endann á. Í dag er ljóst að við þurfum að lifa með veirunni enn um hríð. Fylgifiskur faraldursins er atvinnuleysi og efnahagskreppa. Þó samfélagið í heild gangi í takt við fyrirmæli almannavarnarteymis og stjórnvalda og aðlagi sig að flestu er þó erfitt að aðlaga sig að fátækt. Fátækt verður því miður veruleiki fjölda fólks sem nú þarf að framfleyta sér á grunn atvinnuleysisbótum eða um 240 þúsund krónum e.sk. Samtök launafólks hafa skiljanlega af þessu áhyggjur og skora þess vegna á stjórnvöld að hækka grunn atvinnuleysisbætur. Þau vita sem er að 240 þúsund krónur til framfærslu duga engan veginn og afleiðingarnar brjóta fólk niður bæði andlega og líkamlega. Einhverjir jafnvel ná sér aldrei aftur á strik og færast af atvinnuleysisbótum yfir á örorku.
Lesa meira

Myndin sýnir Kristínu á heimili sínu.

Dæmdur fyrir brot gegn fatlaðri konu.

Maður um fimmtugt hefur verið dæmdur í 8 mánaða fangelsi, þó skilorðsbundið fyrir að brjóta á ungri þroskahamlaðri konu í skammtímavistun á vegum Reykjavíkurborgar. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur breytt verkferlum í kjölfar dómsins, meðal annars að reynt sé að ganga úr skugga um að tveir séu á hverri vakt.
Lesa meira

Myndin sýnir Sigríði Ingibjörgu í myndveri sjónvarps, úr Silfrinu.

BSRB kallar eftir hækkun örorkulífeyris samhliða atvinnuleysisbótum

„Öryrkjar eru hópur sem þar stendur sérstaklega höllum fæti og býr við gallað kerfi. Þarna eru hópar sem eru í miklu meiri hættu en aðrir að lenda í fátækt,“ sagði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir í Silfrinu í gær, sunnudag. Rætt var við Sigríði Ingibjörgu og Önnu Hrefnu Ingimundardóttur, forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, í Silfrinu.
Lesa meira

Gæðaviðmið tekin upp um þjónustu við fatlað fólk

Gæðaviðmið tekin upp um þjónustu við fatlað fólk

Gæðaviðmiðin taka mið af þeim alþjóðaskuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir og lagaumhverfi byggt á þeim. Ber þar fyrst að nefna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem undirritaður var fyrir Íslands hönd í mars 2007. Samningurinn var fullgiltur haustið 2016 og í október 2018 tóku gildi breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og ný lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi þjónustuþarfir sem miða meðal annars að því að styðja við fullgildingu hans
Lesa meira

Það á enginn að vera heimilislaus!

Það á enginn að vera heimilislaus!

Til stendur að loka tímabundnu úrræði fyrir heimilislausar konur sem hefur verið opið sl. mánuði vegna Covid. Reynslan af þessu úrræði hefur verið afar góð og virðist hafa haft í för með sér aukin lífsgæði fyrir þær konur sem þangað leita. Í yfirlýsingu sem þessar konur sendu á fjölmiðla í dag, kemur fram á nú þegar COVID-19 smitum hefur fækkað á Íslandi á að loka úrræðinu og henda þeim aftur á götuna.
Lesa meira

Dómstólarnir ekki lengur síðasta vígi öryrkja

Dómstólarnir ekki lengur síðasta vígi öryrkja

Ragnar Aðalsteinsson lögmaður tók sterkt til orða í þættinum Rauða borðið á Samstöðinni í gærkvöldi, er hann rifjaði upp þá breytingu á dómaframkvæmd Hæstaréttar sem varð í kjölfarið á dómi réttarins í öryrkjadómnum svokallaða.
Lesa meira

Ekki lagastoð fyrir búsetuskerðingu sérstakrar uppbótar

Ekki lagastoð fyrir búsetuskerðingu sérstakrar uppbótar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt dóm í máli gegn Tryggingastofnun þar sem deilt var um búsetuskerðingar á greiðslum skv. lögum um félagslega aðstoð. Dómurinn kveður upp úr um það að TR hafi skort lagastoð fyrir búsetu skerðingu félagslegra bóta frá upphafi.
Lesa meira

úr safni

Sálfræðimeðferð verður niðurgreidd af Sjúkratryggingum.

Alþingi samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir þinghlé, þingmannafrumvarp um að sjúkratryggingar taki frá og með 1. Janúar 2021 til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna eins og segir í frumvarpi því sem var samþykkt.
Lesa meira

Myndin sýnir hús Tryggingastofnunar við Hæðarsmára

Enn búsetuskert í trássi við álit UA

Nú eru 2 ár síðan umboðsmaður Alþingis birti álit sitt nr. 8955/2016 um útreikning búsetuhlutfalls fyrir örorkulífeyri. Til upprifjunar, í stuttu máli, komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið viðhlítandi lagaheimild til að skipta framreiknuðum búsetutíma hlutfallslega eftir lengd tryggingatímabila á milli Íslands og annars lands.
Lesa meira