Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Sjúkraþjálfarar án samnings, endurgreiðslur SÍ óbreyttar

Í samræmi við gerðardóm sem féll í deilu sjúkraþjálfara og Sjúkratrygginga Íslands, munu sjúkraþjálfarar ekki starfa samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar frá og með deginum í dag, mánudeginum 13. janúar. Heilbrigðisráðherra setti reglugerð fyrir nokkrum dögum, sem kemur í veg fyrir að sjúklingar fái ekki notið sjúkratrygginga, og heimilar endurgreiðslu kostnaðar, þó enginn samningur liggi fyrir.
Lesa meira

Umboðsmaður setur ofan í við Tryggingastofnun

Umboðsmaður setur ofan í við Tryggingastofnun

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að Tryggingastofnun Ríkisins hafi ekki farið að lögum, í máli konu sem var ekki upplýst um rétt sinn til barnalífeyris.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu formann ÖBÍ og Þórð Árna Hjaltested afhenda Tönju verðlaun sín.

Tanya vann Sjómannabikarinn annað árið í röð

Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag þar sem Tanya Ýr Jóhannsdóttir vann besta afrek mótsins og hlaut þar með Sjómannabikarinn eftirsótta annað árið í röð! Tanya keppir í flokki S7 (hreyfihamlaðir) og hlaut 552 stig fyrir sundið sitt í 50m skriðsundi en stigaútreikningurinn er miðaður við heimsmet greinarinnar í hverjum fötlunarflokki fyrir sig.
Lesa meira

Forseti Íslands kallar eftir réttlæti

Forseti Íslands kallar eftir réttlæti

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson flutti ávarp sitt að venju á nýársdag. Forseti kom víða við í ræðu sinni og sagði einn helsta tilgang ávarps forseta að efla bjartsýni frekar en bölmóð, samhug heldur en sundurlindi. Í lok ávarps síns svaraði forseti einfaldri spurning sem hann fékk er hann var að leggja drög að ávarpi sínu. Hvað óttastu mest um framtíð Íslands?
Lesa meira

Skrifstofa ÖBÍ lokuð yfir jólin

Skrifstofa ÖBÍ lokuð yfir jólin

Skrifstofa ÖBÍ verður lokuð frá og með 24. desember og fram yfir nýárið. Við opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar. Starfsfólk Öryrkjabandalagsins óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.
Lesa meira

Myndin sýnir Alþingishúsið

Alþingi samþykkir 10 þúsund króna skatt- og skerðingalausa greiðslu

Alþingi samþykkti við afgreiðslu laga um breytingar á öðrum lögum í tengslum við fjárlög, að greiða skyldi nú í desember tíu þúsund króna eingreiðslu til þeirra örorku- og endurhæfingalífeyrisþega sem rétt eiga á desemberuppbót. Greiðsla þessi er til viðbótar við desemberuppbót þessa árs.
Lesa meira

Útskriftarnemendur ásamt forseta Íslands við útskriftina í dag.

Hringsjá útskrifar 13 nemendur

Hringsjá útskrifaði í dag 13 nemendur eftir 3ja anna nám við athöfn í skólanum. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði útskriftarnemendur og gesti. Guðni vitnaði meðal annars í eina af sínum uppáhalds kvikmyndum, Shawshank redemption, þar sem hann talaði um vonina, hversu skeinuhætt hún getur verið, en samt nauðsynleg.
Lesa meira

Helgi Seljan

Helgi Seljan, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÖBÍ, látinn

Helgi Selj­an, fyrr­ver­andi framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins og alþing­ismaður, lést sl. þriðju­dag, 10. des­em­ber, 85 ára að aldri.
Lesa meira

Myndin er skjámynd af lægðinni sem nú gengur yfir landið og sýnir vindátt og vindstyrk í mismunandi …

Röskun á samgöngum og lokun skrifstofu vegna veðurs

Töluverðar raskanir eru fyrirsjáanlegar vegna veðurs í dag, 10. desember. Akstursþjónusta fatlaðra mun hætta akstri klukkan 15 í dag, og óvíst er með þjónustu strætó eftir þann tíma. Lögregla ráðleggur öllum að vera heima við eftir þann tíma. Skrifstofa ÖBÍ mun loka í dag kl 14 vegna veðurs.
Lesa meira

Austurvöllur #2 Mótmælafundur 7. des

Austurvöllur #2 Mótmælafundur 7. des

Ung vinstri græn, Ungir jafnaðarmenn, Ungir píratar og Ungir sósíalistar hafa bæst í hóp þeirra sem standa að baráttufundinum “Lýðræði - ekki auðræði” á morgun, laugardaginn 7. desember. Einnig hefur Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar ákveðið að styðja kröfur fundarins. Félögin sem þegar höfðu lýst yfir stuðningi eru auk Stjórnarskrárfélagsins: VR stéttarfélag, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi - samtök gegn spillingu, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá og hópur almennra borgara og annarra félagasamtaka.
Lesa meira