Ábendingarhnappur fyrir stjórnvöld

Ábendingarhnappur fyrir stjórnvöld

Hér efst á síðunni er ábendingarhnappur ef þú ert í vandræðum, þarft hjálp, vantar mat eða lyf vegna Covid-19 ástandsins. Ekki hika við að smella á hnappinn til að senda tölvupóst á stjórnvöld eða hringja í síma 1717.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur

Opnað fyrir umsóknir í námssjóð Sigríðar Jónsdóttur

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur. Úthlutað verður í júní.
Lesa meira

Myndin sýnir hluta Alþingishússins

Stuðningur við lágtekjuhópa besta leiðin

Í umsögn sinni við frumvarp til fjáraukalaga, sem nú er í meðförum Alþingis segir Öryrkjabandalagið það ekki að ástæðulausu að slagorð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna sé "skiljum engan eftir". Tilhneyging stjórnvalda er of oft að skilja eftir jaðarsetta hópa samfélagsins við ákvarðanatöku sína. Umsögn ÖBÍ var send nefndasviði Alþingis í dag, 24. mars og fer hér á eftir.
Lesa meira

Myndin sýnir mat á disk.

Heimsendur matur í Reykjavík.

Þar sem félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar hefur verið lokað tímabundið vegna þess neyðarástands sem nú ríkir, hefur verið gripið til þess ráðs að senda mat, sem annars var veittur í félagsmiðstöðunum, heim til þeirra sem þess óska.
Lesa meira

Geðhjálp fjölgar viðtalstímum ráðgjafa

Geðhjálp fjölgar viðtalstímum ráðgjafa

Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins hefur Geðhjálp tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið.
Lesa meira

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur opnar aftur fyrir úthlutanir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur opnar aftur fyrir úthlutanir

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur hefur ákveðið að opna aftur fyrir matarúthlutanir, en þó með aðeins breyttu sniði frá og með mánudeginum 23. mars. Þá verður úthlutun fyrir páska með sama sniði. Nóg er til af öllu segja þær hjá nefndinni.
Lesa meira

Leiðbeiningar um samskipti fyrir áhættuhópa

Leiðbeiningar um samskipti fyrir áhættuhópa

Öryrkjabandalagið er í samskiptum við stjórnstöð Almannavarna í tengslum við þá vá sem við nú fáumst við. Við munum deila öllum upplýsingum sem við fáum á vef okkar og samfélagsmiðlum, um leið og þær berast.
Lesa meira

Hætta á að fatlað fólk verði afskipt í neyðarástandi

Hætta á að fatlað fólk verði afskipt í neyðarástandi

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins segir að aldrei fyrr hafi það verið mikilvægara að fatlað fólk fái þá aðstoð sem það þarf og að örorkulífeyrir tryggi mannsæmandi líf.
Lesa meira

Myndin sýnir ráðhús Kópavogsbæjar

Kópavogsbær hækkar leigu félagslegra íbúða

Samkvæmt frétt á heimasíðu Kópavogs er gert ráð fyrir að leiga hækki hjá lægstu tekjuhópunum um rúmlega 6%. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti breytingarnar einróma á fundi 10. mars s.l. en þær eru afrakstur vinnu nefndar sem falið var að endurskoða fyrirkomulag félagslegs húsnæðis á vegum Kópavogsbæjar.
Lesa meira

Merki ÖBÍ

Takmarkað aðgengi að skrifstofu ÖBÍ

Í kjölfarið á samkomubanni yfirvalda, sem er liður í sóttvarnaráætlun, hefur verið tekin ákvörðun um takmarkað aðgengi að skrifstofu ÖBÍ. Símsvörun verður með óbreyttum hætti, og við hvetjum fólk til að hringja frekar en koma.
Lesa meira