Myndin sýnir ráðhús Kópavogsbæjar

Kópavogsbær hækkar leigu félagslegra íbúða

Samkvæmt frétt á heimasíðu Kópavogs er gert ráð fyrir að leiga hækki hjá lægstu tekjuhópunum um rúmlega 6%. Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti breytingarnar einróma á fundi 10. mars s.l. en þær eru afrakstur vinnu nefndar sem falið var að endurskoða fyrirkomulag félagslegs húsnæðis á vegum Kópavogsbæjar.
Lesa meira

Merki ÖBÍ

Takmarkað aðgengi að skrifstofu ÖBÍ

Í kjölfarið á samkomubanni yfirvalda, sem er liður í sóttvarnaráætlun, hefur verið tekin ákvörðun um takmarkað aðgengi að skrifstofu ÖBÍ. Símsvörun verður með óbreyttum hætti, og við hvetjum fólk til að hringja frekar en koma.
Lesa meira

Flestir telja sig þurfa allt að tvöfaldan örorkulífeyri

Flestir telja sig þurfa allt að tvöfaldan örorkulífeyri

Í könnun sem Gallup vann fyrir Öryrkjabandalagið í febrúar og mars, var spurt hvaða fjárhæð eftir skatt, myndi nægja þér til framfærslu, ef þú misstir starfsgetuna. Svörin voru mjög áhugaverð, en aðeins um fjórðungur þjóðarinnar telur sig geta lifað af ráðstöfunartekjum undir 400 þúsund.
Lesa meira

Bein útsending frá málþinginu Við lifum ekki á loftinu.

Bein útsending frá málþinginu Við lifum ekki á loftinu.

Hér er að finna beina útsendingu frá málþinginu. Fyrir þá sem vilja beina spurningum til frummælenda, er betra að horfa á Facebooksíðu ÖBÍ, og senda þar inn spurningar, sem fundarstjóri sér svo um að bera upp.
Lesa meira

Covid-19 veiran. Texti: Hvað get ég gert til að forðast smit?

Ert þú eða einhver þér nákominn með áhættuþætti fyrir alvarlegri sýkingu COVID-19?

Uppfærð frétt frá 9. mars sl. Sóttvarnalæknir hefur birt leiðbeiningar fyrir einstaklinga með þekkta áhættuþætti fyrir alvarlegri COVID-19 sýkingu. Í þessum leiðbeiningum er að finna upplýsingar fyrir aldraða, börn og einstaklinga með hjartasjúkdóma/háþrýsting, sykursýki, langvinna lungnateppu, langvinna nýrnabilun og krabbamein óháð aldri.
Lesa meira

Hús Tryggingastofnunar við Hlíðarsmára.

TR lokar afgreiðslu sinni tímabundið vegna Covid-19

Tryggingastofnun birti í morgun frétt á heimasíðu sinni þess efnis að á meðan neyðarástand Almannavarna varir, verði afgreiðsla TR lokuð og viðskiptavinum bent á fjarþjónustu. Í viðskiptavinahópi TR eru margir sem teljast til viðkvæmra hópa og leggur TR því áherslu á að efla fjarþjónustu á meðan neyðarstig varir. Er þetta gert með velferð viðskiptavina að leiðarljósi. Starfsemin verður að öðru leyti óbreytt og mánaðarlegar greiðslur munu berast viðskiptavinum eins og venjulega.
Lesa meira

Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni til fólks með undirliggjandi sjúkdóma

Leiðbeiningar frá sóttvarnalækni til fólks með undirliggjandi sjúkdóma

Sóttvarnalæknir beinir því til félagasamtaka og félaga sjúklinga og/eða aðstandenda að koma eftirfarandi skilaboðum um smitvarnir vegna kórónaveiru (COVID-19) á framfæri til þeirra sem málið varðar:
Lesa meira

Umboð þarf til að sækja lyf fyrir aðra

Umboð þarf til að sækja lyf fyrir aðra

Frá 10. mars verður einungis heimilt að afhenda lyf til þess einstaklings sem lyfjunum hefur verið ávísað á, eða til þeirra sem hafa ótvírætt umboð til að fá þau afhent. Sá sem sækir lyf þarf ávallt að framvísa persónuskilríkjum sínum.
Lesa meira

Dvöl á hjúkrunarheimili gæti takmarkað persónufrelsi að mati Umboðsmanns

Dvöl á hjúkrunarheimili gæti takmarkað persónufrelsi að mati Umboðsmanns

Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að tryggja sjálfsákvörðunarrétt fatlaðs fólks þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á hagsmuni þess og daglegt líf. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa veruleg áhrif á líf fatlaðs einstaklings og réttindi, t.d. ákvörðun um dvöl á hjúkrunarheimili, er mikilvægt að viðkomandi fái fullnægjandi fræðslu um áhrif þess sem og ferlið sé með þeim hætti að fyrir liggi að hann hafi samþykkt umræddar ráðstafanir.
Lesa meira

Upplýsingar vegna Covid19 veirunnar.

Upplýsingar vegna Covid19 veirunnar.

Nú þegar smit vegna Covid19 veirunnar hefur greinst á Íslandi er rétt að setja hér fram helstu upplýsingar. Embætti landlæknis er með á heimasíðu sinni ítarlegar upplýsingar og leiðbeiningar til fólks.
Lesa meira