Skip to main content
Umsögn

Ályktun um aðgengismál

By 6. október 2018No Comments

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands haldinn 5. og 6. október 2018 um aðgengi fyrir alla

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 5. og 6. október 2018 ályktar um mikilvægi þess að aðgengi sé fyrir alla.

Samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum á að gæta þess sérstaklega að aðgangur fatlaðs fólks að manngerðu umhverfi sé til jafns við aðra. Þrátt fyrir skýr ákvæði um algilda hönnun í byggingarreglugerð er enn verið að byggja óaðgengilegt húsnæði og önnur mannvirki. Ábyrgðin liggur hjá hönnuðum, arkitektum, verktökum og byggingarfulltrúum sveitarfélaga sem eiga að hafa eftirlit með því að reglum sé framfylgt.

Þjóðin eldist og þörf fyrir aðgengilegt húsnæði og þjónustu mun aukast mikið á komandi árum. Mikill skortur er á aðgengilegu húsnæði, þar sem lítið var hugsað fyrir aðgengi fyrir alla á árum áður sem er höfuðástæða þess að þurft hefur að byggja aðgengilegt húsnæði sérstaklega fyrir fatlað fólk á öllum aldri.

Okkar krafa er að lögum og reglum sé framfylgt þannig að aðgengi sé fyrir alla.

Ekkert um okkur án okkar!