Ályktun um kjaramál

Ályktun aðalfundar Öryrkjabandalags Íslands haldinn 5. og 6. október 2018 um kjaramál

Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 5. og 6. október 2018, skorar á alla þingmenn að bæta kjör örorkulífeyrisþega með því að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2019 með eftirfarandi hætti:

  • Hækka óskertan lífeyri almannatrygginga frá 1.1.2019 í 413.000 kr.
  • Afnema „krónu á móti krónu“ skerðingu sérstakrar framfærsluppbótar.
  • Draga verulega úr tekjuskerðingum í almannatryggingakerfinu.
  • Hækka persónuafslátt þannig að ekki verði greiddur tekjuskattur af tekjum undir 300.000 kr. á mánuði.
  • Setja lög til að koma í veg fyrir að lífeyrissjóðir skerði greiðslur til örorkulífeyrisþega vegna greiðslna úr almannatryggingakerfinu.