Félags- og lögfræðiráðgjöf

Á skrifstofu bandalagsins býðst öryrkjum, fötluðu fólki og aðstandendum ráðgjöf félagsráðgjafa og lögfræðinga um réttindamál. 

Viðtalstíma hjá ráðgjöfum þarf að panta á skrifstofu ÖBÍ í síma 530-6700 eða með tölvupósti: mottaka(hja)obi.is

Símatímar ráðgjafa eru á eftirfarandi tímum:

  • Hannes Ingi Guðmundsson, lögfræðingur, þriðjudaga milli 11:00 – 12:00
  • Aðalsteinn Sigurðsson, lögfræðingur, miðvikudaga 13:00 – 14:00
  • Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félagsráðgjafi, mánudaga 11:00 – 12:00

Eru dómsmál í gangi?  

Þegar brotið er á réttindum öryrkja og fatlaðs fólks og málið er fordæmisgefandi fyrir heildina eða stóra hópa fólks er kannað hvort lagt skuli í málaferli. Stjórn ÖBÍ tekur ákvörðun þar um. Hér má finna yfirlit um dóma og mál sem rekin eru fyrir dómi, úrskurði og álit.

Aðrir aðilar sem veita upplýsingar og/eða ráðgjöf 

Sveitarfélögin, bjóða upp á félagslega ráðgjöf og veita upplýsingar og leiðbeiningar um félagsleg réttindamál. 

Réttindagæslumenn fatlaðs fólks, skulu fylgjast með högum fatlaðs fólks á sínu svæði og vera því innan handar við réttindagæslu hvers konar. Hvort sem er vegna meðferðar einkafjármuna, þjónustu eða vegna persónulegra réttindi eða einkamála. 

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, safnar og miðlar hagnýtum upplýsingum sem gagnast fötluðu fólki um land allt.