Húsnæðismál

Allir eiga rétt á þaki yfir höfuðið og fatlað fólk á rétt á úrræðum í búsetu í samræmi við þarfir og óskir eins og kostur er samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Á síðunni er samantekt yfir helstu úrræði í búsetumálum sem fötluðu fólki stendur til boða.

Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá Íbúðalánasjóði.

BRYNJA hússjóður Öryrkjabandalagsins, sími 570 7800

Hússjóðurinn er sjálfseignarstofnun sem á og rekur félagslegt leiguhúsnæði fyrir öryrkja um allt land. 

Sími: 570 7800, neyðarsími: 522 2215.

Húsnæði á vegum sveitarfélaga

Sveitarstjórn ber ábyrgð á og hefur frumkvæði að því að leysa húsnæðisþörf þess fólks í sveitarfélaginu sem þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun, samkvæmt lögum og skal sveitarstjórn fylgjast með þörf á húsnæði í sveitarfélaginu. 

  • Listi yfir sveitarfélög landsins og hlekkir á þau eru á vef innanríkisráðuneytisins.
  • Félagsbústaðir hf. í eigu Reykjavíkur eiga og reka yfir 2000 íbúðir í borginni fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem eru undir skilgreindum tekju- og eignamörkum. Umsóknir skulu berast til Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Húsnæði félagasamtaka

Mörg félagasamtök fatlaðra og sjúklinga eiga leiguhúsnæði, sambýli eða áfangaheimili sem leigð eru út.

Húsnæði á vegum félagasamtaka 
RekstraraðiliMarkhópur fyrir húsnæði Réttur bundinn tekjum eða eignum 
Ás styrktarfélag  Fólk með þroskahömlun  Nei
Blindrafélagið  Blindir og sjónskertir  Já
Gerðverndarfélag Íslands  Fólk með geðfatlanir  Nei
Húnsæðisfélag SEM  Félagsmenn og aðstandendur SEM  Nei
Landsakmtökin Þroskahjálp  Skv lögum um málefni fatlaðra  Ekki vitað
Skálatúnsheimilið  Fólk með þroskahömlun  Nei
Sólheimar  Fullorðnir með þroskahömlun  Nei   

Tímabundin gisting

Fólk utan af landi sem þarf að leita heilbrigðisþjónustu til höfðuborgarsvæðisins og dvelja um lengri eða skemmri tíma í meðferðum vegna sinna veikinda býðst tímbundið húsnæði á vegum eftirtalinna aðila:

Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar veitir ítarlegri upplýsingar um: 


Ítarefni um húsnæðismál: