Skip to main content

Aðgengi

Bætt aðgengi fatlaðs fólks að samfélaginu bætir aðgengi allra.

Aðgengi fyrir alla felur í sér að fatlað fólk geti lifað eins sjálfstæðu lífi og hægt er án hindrana og sérstakra ráðstafana. Það á meðal annars við um byggingar og umhverfi, samgöngur, upplýsingar og samskiptatækni.

Áherslur ÖBÍ réttindasamtaka

1

Algild hönnun

Stjórnvöld tryggi réttindi fatlaðs fólk um aðgengi fyrir alla með lögum og setji upp þá ramma sem nauðsynlegir þykja til að fylgjast með því að þau séu virt. Lög og reglur eiga að sjá til þess að unnið eftir hugmyndafræði algildrar hönnunar svo gagnist öllum sem best.
2

Mannvirki

Fatlað fólk á að geta farið um mannvirki án hindrana, hvort sem það eru byggingar, götur og torg eða ferðamannastaðir.
3

Samgöngur

Almenningssamgöngur eiga að vera aðgengilegar fötluðu fólki og á að gæta þess í útboði og innkaupum á samgöngutækjum, hvort sem það eru flugvélar, bátar og skip eða strætó og rútur.
4

Stafrænt aðgengi

Stafrænt aðgengi er forsenda þess að fatlað fólk geti leitað sér upplýsinga til þekkingar, menntunar, nýtt sér stafræna þjónustu og verið á vinnumarkaðnum.

Styttu þér leið

P-merki

Sækja um stæðiskort fyrir hreyfihamlaða á island.is  →

HMS

Fatlað fólk á rétt á sérstökum lánum vegna breytinga á eigin húsnæði hjá HMS →

island.is

Persónulegir talsmenn geta nú aðstoðað fatlað fólk við að nálgast stafræn erindi á island.is  →

Harpan

Hagnýtar upplýsingar um bílastæðahús Hörpu tónlistarhúss. →

Sja.is

Fyrirtækið Sjá sér um aðgengisúttektir á vefjum  →

HMS

Upplýsingasíða Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um algilda hönnun mannvirkja. Leiðbeiningar fyrir arkitekta og byggingaraðila. Lög og reglur. →

obi.is

Um aðgengishóp ÖBÍ réttindasamtaka →

Ókeypis fyrir handhafa stæðiskorta (P) í bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Hringja í síma 4113403 við komu og gefa upp númer stæðiskorts og bílnúmer.

Stæðiskort

Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk. →

Aðgengi að viðburðum

Leiðbeiningar um undirbúning og framkvæmd viðburða eins og málþingum, ráðstefnum og hátíðum. Markmiðið er að tálma ekki aðgengi fatlaðs fólks. Einnig má nýta leiðbeiningarnar sem gátlista fyrir viðburðahaldara. →

Algild hönnun utandyra

Hönnuðir, arkitektar og verkfræðingar! Leiðbeiningarit [PDF] fyrir þau sem bera ábyrgð á skipulagningu almenningsrýma með áherslu á helstu aðgengisþarfir fatlaðs fólks.  Ritið er stuðningur við byggingarreglugerð . →

Algild hönnun • samstarf

ÖBÍ hóf samstarf vorið 2022 um upplýsingagjöf um algilda hönnun við arkitektafélögin, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) og félag byggingafræðinga til að bæta upplýsingar og leiðbeiningar um algilda hönnun →

Ferðaþjónusta

Í samvinnu við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Sjálfsbjörg og ÖBÍ réttindasamtök hefur Ferðamálastofa sett af stað fræðslu-og hvatningarverkefni undir nafninu Gott aðgengi. . →

Flugleiðbeiningar

Leiðbeinandi gátlisti fyrir fólk með fatlanir og aðrar skerðingar. Málefnahópur ÖBÍ um aðgengismál vann leiðbeiningar í virku samráði við þjónustuaðila og stofnanir, eins og Isavia og Icelandair. →

Kosningar og aðgengi

Ný kosningalög nr. 112/2021 tóku gildi 1. janúar 2022. Af því tilefni var gátlisti  unninn af Félags- og  vinnumarkaðsráðuneytinu og byggir á ábendingum frá málefnahóp ÖBÍ um aðgengi.. →

Um aðgengi

Algild hönnun

Hugmyndafræðin að baki algildrar hönnunar er í hnotskurn sú að við öll getum notað „það“, hvort sem það er eldhús, heimasíða, tónleikasalur, app, strætóbiðstöð eða torg.

„Algild hönnun er ferli sem virkjar og styrkir íbúa samfélagsins með því að bæta mannlegan árangur, heilsu, vellíðan og félagslega þátttöku. Algild hönnun gerir lífið auðveldara, heilsusamlegra og vingjarnlegra fyrir alla.“  Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, 2023

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks skilgreinir algilda hönnun sem  „hönnun framleiðsluvara, umhverfis, áætlana og þjónustu, sem allt fólk getur nýtt sér, að því marki sem mögulegt er, án þess að koma þurfi til umbreyting eða sérstök hönnun.“

Mannvirki

Samkvæmt núgildandi íslenskri löggjöf á að gæta þess frá hönnun til framkvæmdar að fatlað fólk geti farið um mannvirki, hvort sem það eru byggingar, götur og torg eða náttúra Íslands, með sama hætti og aðrir.

Kröfur eru ekki afturvirkar, en ef gerðar hafa breytingar á grunnteikningum og við breytta notkun húsnæðis gilda kröfur þeirrar reglugerðar sem þá eru í gildi.

Tryggja þarf að ákvæðum byggingareglugerðar þar um verði framfylgt. Það gagnast öllum, ekki bara fötluðu fólki.

Því miður er lögum ekki alltaf fylgt og einnig vantar kvaðir um að bæta aðgengi afturvirkt. Sem dæmi má telja að aðgengi að nýbyggingum er oft ábótavant þrátt fyrir að skýrt komi fram í byggingarreglugerð að fatlað fólk eigi að geta komist sinnar leiðar á eigin spýtur rétt eins og aðrir. Fólk þarf til dæmis að glíma við þungar hurðir án sjálfvirkra opnara, háa þröskulda og skort á bílastæðum.

 Samningur SÞ um réttindi fatlaðs fólks fjallar um aðgengi  í 4., 9. og 28. gr.

» Götur og torg

Aðgengishópur ÖBÍ gaf út leiðbeiningarit um algilda hönnun í almenningsrými árið 2017 til að aðstoða hönnuði við að skipuleggja götur og torg með hagsmuni fatlaðs fólks að leiðarljósi.

Við hjá ÖBÍ fögnum því að nýlega (2023)  gaf Vegagerðin, Reykjavíkurborg og VERKÍS út Hönnun fyrir alla :Algild hönnun utandyra. 2023. [PDF]  Í inngangi segir meðal annars:  „Hönnun fyrir alla, algild hönnun, aðgengi fyrir alla eru hugtök sem sífellt fleiri þekkja og samtímis eykst vitund um mikilvægi þess að hafa alla í huga við skipulag, hönnun og útfærslu hugmynda. Lög og reglur sem gilda um opinberar byggingar og aðgengi að þeim m.a. frá bílastæðum að inngangi er þekkt. Mun fleiri þætti þarf þó að hafa í huga og í þessum leiðbeiningum er sérstök áhersla lögð á hönnun utandyra, m.a. í tengslum við stíga og torg, almenningssamgöngur og aðgengi að mannvirkjum, stofnunum og þjónustu.“

» Aðgengisfulltrúar

ÖBÍ hefur barist fyrir auknu eftirliti með mannvirkjagerð og hefur tekist að fá skipaða aðgengisfulltrúa í allflestum sveitarfélögum landsins. Hlutverk þeirra er að greina hvar fara þarf í framkvæmdir til að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk og fylgjast með því að framkvæmdaáform horfi ekki framhjá þörfum fatlaðs fólks.

Þá hefur ÖBÍ tekið að sér að kynna úthlutunarmöguleika úr Fasteignasjóði Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna sem eiga að liðka fyrir framkvæmdum sem stuðla að betra aðgengi. Sjá nánar: Aðgengisfulltrúar (obi.is)

» Stoppistöðvar Strætó

Aðgengi eða yfirborð að 166 af alls 168 stoppistöðvum fyrir Strætó á landsvísu taldist slæmt eða mjög slæmt haustið 2022. Þetta eru niðurstöður skýrslu „Ástand stoppistöðva á landsvísu“sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök.

Samgöngur

Gera skal fötluðu fólki kleift að fara allra sinna ferða eftir því sem frekast er unnt, með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það kýs

Samkvæmt íslenskri löggjöf eiga almenningssamgöngur nú að vera aðgengilegar fötluðu fólki og á að gæta þess í útboði og innkaupum á samgöngutækjum, hvort sem það eru flugvélar, bátar og skip eða strætó og rútur. Auk þess eiga samgöngustöðvar að vera aðgengilegar og starfsfólk að hafa þekkingu á þörfum fatlaðs fólks. Ekki síst eiga góðar upplýsingar að vera til staðar um aðgengi og þjónustu við fatlað fólk.

» Akstursþjónusta fatlaðs fólks 

er ígildi strætó fyrir þau sem ekki geta notað almenningssamgöngur og á að vera sambærileg við þær í verði, þjónustu. aksturslengd og þjónustutíma. Sótt er um akstursþjónustu hjá viðkomandi sveitarfélagi. Reglur um akstursþjónustu eru mismunandi en eiga að taka mið af leiðbeiningum Félagsmálaráðuneytisins: Leiðbeiningar um akstursþjónustu við fatlað fólk (stjornarradid.is)

Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu.

» Bátar og skip

Ferjur á Íslandi eru flestar komnar til ára sinna og þykja óaðgengilegar hreyfihömluðu fólki. Það er brýnt að farið verði í umfangsmiklar framkvæmdir við hafnir við kaup á nýjum bátum og gæta þarf að því að þeir séu aðgengilegir.

» Bílastæði og P merki

Stæðiskortið (P-merkið) er gefið út af því sýslumannsembætti á því svæði sem þú býrð á. Kortið er gefið út á einstakling en ekki bílnúmer og er einungis heimilt að gefa út eitt kort á hvern einstakling. Til að sækja um P-merkið þarf að fylla út umsókn á vef viðkomandi sýslumanns. Sjá • Notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlað fólk – ÖBI (obi.is)

 

» Bílastæðahús í Reykjavík

Í mars 2023 féll Reykjavíkurborg frá „gjaldtöku af handhöfum stæðiskorta fyrir hreyfihömluð í bílastæðahúsum sem rekin eru á vegum borgarinnar. Fyrst um sinn munu handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihömluð þurfa að hringja í stjórnstöð í síma 4113403 og gefa upp númer stæðiskorts síns og bílnúmer við komu í bílastæðahús.“  Sjá nánar frétt á vef Reykjavíkurborgar  Reykjavíkurborgar: „Fallið frá gjaldtöku af handhöfum stæðiskorta í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar“

» Strætó

„Hreyfi­haml­að­ir geta hvorki tek­ið strætó né flugrút­una á Kefla­vík­ur­flug­völl og ferða­þjón­usta fatl­aðra fer ekki milli sveit­ar­fé­laga“ Sjá nánar viðtal við Stefán Vilbergsson, starfsmann aðgengishóps ÖBÍ í Heimildin, 3. ágúst 2023 „Fötluðu fólki nánast ókleift að nota almenningssamgöngur“

Stafrænt aðgengi

Aðgengi að tækni og stafrænum heimi er forsenda þess að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins.

» Textun 

Textað efni vekur meiri athygli og fær betra áhorf. Þegar stuðningur er við bæði hljóð og texta er athygli fólks einfaldlega meiri á efninu.

Textun á lifandi myndefni eins og myndböndum og innlendu sjónvarpsefni gagnast mun stærri hóp en heyrnarskertu fólki. Hún auðveldar fólki með þroskahömlun að njóta áhorfs, styður við læsi barna og gagnast jafnframt eldra fólki og fólki með annað móðurmál að læra íslenskt mál.

Um 15% þjóðarinnar er heyrnarskert að einhverju leyti, sem þýðir að um 60 þúsund  manns getur illa notið þeirra mannréttinda að fylgjast með útsendu efni. Það hefur áhrif á samfélagsþátttöku fólks að geta ekki fylgst með stjórnmálaumræðu og öðru sem er í gangi í þjóðfélaginu hverju sinni.

» Vefaðgengi & aðgengi að öppum

Öll eigum við rétt á að geta leitað okkur upplýsinga og þekkingar á netinu án manngerðra tálma. Einnig að geta nýtt okkur þá stafrænu þjónustu sem í boði er án hindrana.

Mörg okkar nota tæknibúnað og stafræn hjálpartæki á netinu, í tölvunni, símanum og öðrum tækjum. Þess vegna skiptir máli að vefir, öpp og hugbúnaður séu hönnuð frá grunni út frá aðgengi og samkvæmt alþjóðlegum stöðlum eins og:

 WCAG sem má finna hér í einfaldri útgáfu á ensku.

Stafrænt Ísland hefur tekið saman gátlista um hvað þarf að hafa í huga við vefhönnun og forritun.

 Fyrirtækið Sjá framkvæmir prófanir á vefaðgengi og veitir einnig ráðgjöf

Nýjast um aðgengismál