Sjálfstætt líf: túlkar, akstursþjónusta og NPA

Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf felur í sér að allar manneskjur, óháð eðli og alvarleika skerðingar, geti sjálfar tekið ákvarðanir og stjórnað eigin lífi, taki eigin ákvarðanir og hafa áhrif á öllum sviðum lífsins. Fólk nýtur þá margskonar aðstoðar við sínar daglegu athafnir. 

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA)

Fatlað fólk ræður sjálft til sín aðstoðarfólk til dæmis í gegnum notendastýrða persónulega þjónustu (NPA). Það er þeirra eigin ákvörðun um hvernig og hvenær sú þjónusta sé veitt og hvert þeir leiti eftir þjónustu. 

Túlkaþjónusta

Táknmál er móðurmál heyrnarlausra og er túlkað á milli íslensku og táknmáls.

Heyrnarskertir treysta á heyrnartæki til daglegra nota og á mannamótum er mikilvægt fyrir marga að hafa aðgang að tónmöskva (tengt við heyrnartæki) eða rittúlkun í tjáskiptum við annað fólk. Mikilvægt er að panta túlk með að minnsta kosti viku fyrirvara. Fyrir stærri verkefni er nauðsynlegt að túlkur fá gögn í hendur tímanlega til að undirbúa sig fyrir túlkun, til dæmis með því að lesa glærur, fyrirlestra eða annað efni sem tengist því sem túlka á.

  • Táknmálstúlkar hjá SHH, pantanir á opnunartími 8-16 virka daga s. 562 7738, neyðarsími kvöld/helga:  895 7701.
  • Myndsímatúlkun hjá SHH, opnunartími sjá upplýsingar á vef SHH. Túlkun í gegnum skype á opnunartíma. Skype nafn: myndsimatulkun
  • Túlkun fyrir daufblinda hjá SHH,  pantanir á opnunartími 8-16 virka daga.
  • Rittúlkun, pöntuð í gegnum Hraðar hendur, netfang: thorny(@)obi.is eða í síma 863 4490

Akstursþjónusta (ferðaþjónusta).