Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur

Styrkir úr sjóðnum eru veittir öryrkjum samkvæmt skipulagsskrá. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun.

Opnað verður fyrir umsóknir fyrir árið 2019 undir lok aprílmánaðar. 

Nánari upplýsingar veitir, Kristín M. Bjarnadóttir, sími 530 6700, netfang: kristin(@)obi.is