Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Umsóknarfrestur er liðinn. Upplýsingar um styrkúthlutanir liggja fyrir eigi síðar en 16. maí nk.
Öryrkjum til náms sem styður við samfélagslega þátttöku. Nám getur verið bóklegt, verklegt eða í listgreinum á hvaða námsstigi sem er í framhaldsskóla, háskóla sem og styttri námskeiðum.
Einstaklingum sem vilja sérhæfa sig til starfa eða rannsókna í þágu fólks með þroskahömlun.
Allar nánari upplýsingar gefa Kristín M. Bjarnadóttir, kristin@obi.is eða starfsmenn móttöku ÖBÍ, mottaka@obi.is og í síma 530 6700
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur var stofnaður árið 1993 fyrir söluvirði íbúðar sem Sigríður Jónsdóttir arfleiddi ÖBÍ að. Í erfðaskrá hennar var kveðið á um stofnun sjóðsins og tilgang hans. Stofnfé var 6,5 milljónir króna. Fyrstu styrkirnir voru veittir 11. júní 1995. Námssjóðurinn er í vörslu ÖBÍ. Sjá nánari upplýsingar í skipulagskrá sjóðsins
Aðrir sjóðir, stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök sem styrkja öryrkja og fatlað fólk til menntunar eru flestir listaðir á vef Þekkingarmiðstöðar Sjálfsbjargar. Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands eru mörg hver með styrktarsjóði til dæmis náms- og ferðasjóði. Styrkirnir eru í boði fyrir félaga en það er þó ekki algilt. Því er vert að kanna hvort og hvað kynni að nýtast þér. Sjá nánar: Yfirlit yfir aðildarfélög ÖBÍ