Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur

Styrkumsóknir 2021Auglýsing frá ÖBÍ og Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur

Umsóknarfrestur var til 16. maí sl. Upplýsingar um styrkúthlutun liggja fyrir eigi síðar en  2. júní nk. 
Allar upplýsingar gefa Kristín M. Bjarnadóttir, kristin@obi.is eða starfsmenn móttöku ÖBÍ, mottaka@obi.is og í síma 530 6700

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur

Styrkir úr Námssjóði Sigríðar Jónsdóttur eru veittir öryrkjum til að sækja sér menntun. Sjóðurinn er mikilvægur þeim sem ekki geta sótt um styrk til stéttarfélags. Þeir eru veittir til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Árlega er opnað er fyrir umsóknarferli í mars og úthlutað er úr sjóðnum í júní. 

Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur var stofnaður árið 1993 fyrir söluvirði íbúðar sem Sigríður Jónsdóttir arfleiddi ÖBÍ að. Í erfðaskrá hennar var kveðið á um stofnun sjóðsins og tilgang hans. Stofnfé var 6,5 milljónir króna. Fyrstu styrkirnir voru veittir 11. júní 1995. Námssjóðurinn er í vörslu ÖBÍ. Sjá nánari upplýsingar í skipulagskrá sjóðsins 


Athugið að sveitarfélög veita einnig fötluðu fólki og öryrkjum styrki til náms. Þann 21. febrúar 2019 uppfærði Félagsmálaráðuneytið reglugerðina: „Leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks“. Grundvöllur reglugerðarinnar er að við „setningu og framkvæmd reglna sinna skulu sveitarfélög taka mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.“  Þú getur hlustað á eða lesið reglugerðina hér eða hlaðið henni niður af vef stjórnarráðsins hér

Aðrir sjóðir, stofnanir, fyrirtæki og félagsamtök sem styrkja öryrkja og fatlað fólk til menntunar eru flestir listaðir á vef Þekkingarmiðstöðar Sjálfsbjargar. Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands eru mörg hver með styrktarsjóði til dæmis náms- og ferðasjóði. Styrkirnir eru í boði fyrir félaga en það er þó ekki algilt. Því er vert að kanna hvort og hvað kynni að nýtast þér. Sjá nánar: Yfirlit yfir aðildarfélög ÖBÍ