Sérstakir styrkir ÖBÍ

Reglur um úthlutun

1.   Styrkir eru veittir til hagnýtra verkefna sem tengjast hagsmunum fatlaðs fólks og öryrkja í samræmi við málefni, markmið og/eða stefnu ÖBÍ. Verkefni sem varða einstök aðildarfélög ÖBÍ falla ekki hér undir.
 
2.   Styrkjum er úthlutað einu sinni á ári. Auglýst er í byrjun árs eftir umsóknum og er umsóknarfrestur til 15. mars. Upplýsingar um styrkúthlutun liggi fyrir eigi síðar en 1. maí. 
 
3.   Við lok verkefnis þarf að skila skýrslu um framkvæmd þess. Ef verkefnið hefur  ekki farið fram áskilur ÖBÍ sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkfjárhæðar innan árs miðað við áætluð lok verkefnis.
 
4.   Sótt er um styrki á þar til gerðu eyðublaði á heimasíðu ÖBÍ. Með umsókn skal fylgja fjárhags- og verkefnaáætlun.
 
5.   Eftir að umsóknarfresti lýkur fá framkvæmdaráðsfulltrúar eftirfarandi gögn:
a)   Afrit af innsendum umsóknum og fylgigögnum.
b)   Yfirlit yfir umsóknir, upphæðir og verkefni sem borist hafa.
c)   Yfirlit yfir úthlutun síðustu ára.
d)   Reglur um styrkúthlutun á vegum ÖBÍ.
 
6.   Framkvæmdaráð ÖBÍ fer yfir umsóknir og leggur fram tillögur um styrkveitingar til stjórnar ÖBÍ. Stjórn fær tillögurnar frá framkvæmdaráði ásamt yfirliti yfir umsóknir, upphæðir og verkefni sem sótt er um fyrir. Stjórn tekur ákvörðun um styrkveitingar.
 
7.   Nöfn styrkþega eru birt á heimasíðu ÖBÍ.
 
Samþykkt á stjórnarfundi 11. febrúar 2016
Reglurnar taka gildi fyrir úthlutun 2016.