MS-félag Íslands

MS-félag Íslands

Félagið var stofnað þann 20. september árið 1968. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og meginmarkmið þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum. MS er einn algengasti taugasjúkdómur sem leggst á ungt fólk. Á hverju ári greinast að jafnaði um 25 manns með MS á Íslandi, flestir á aldrinum 20-40 ára og lifa í óvissu um það hversu mikið mark sjúkdómurinn muni setja á líf þeirra og fjölskyldur. Áætlað er að í ársbyrjun 2021 hafi um 760 manns verið haldin MS-sjúkdómnum á Íslandi. MS er ennþá ólæknandi sjúkdómur.

  • Heimilisfang: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík
  • Sími: 568 8620
  • Netfang: msfelag@msfelag.is
  • Vefsíða: www.msfelag.is