Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Félagið var stofnað þann 20. september árið 1968. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og meginmarkmið þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum. MS eða Multiple Sclerosis er taugasjúkdómur í miðtaugakerfi sem hrjáir um 450 Íslendinga. Um 75% MS-sjúklinga greinast fyrir 35 ára aldur og lifa í óvissu um það hversu mikið mark sjúkdómurinn muni setja á líf þeirra og fjölskyldur. MS er ennþá ólæknandi sjúkdómur.