MS-félag Íslands

MS-félag Íslands

Félagið var stofnað þann 20. september árið 1968. MS-félag Íslands er hagsmunafélag MS-sjúklinga og meginmarkmið þess er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru sjúkdómnum. MS eða Multiple Sclerosis er taugasjúkdómur í miðtaugakerfi sem hrjáir um 450 Íslendinga. Um 75% MS-sjúklinga greinast fyrir 35 ára aldur og lifa í óvissu um það hversu mikið mark sjúkdómurinn muni setja á líf þeirra og fjölskyldur. MS er ennþá ólæknandi sjúkdómur.

  • Heimilisfang: Sléttuvegur 5, 103 Reykjavík
  • Sími: 568 8620
  • Bréfsími: 568 8621
  • Netfang: msfelag@msfelag.is
  • Vefsíða: www.msfelag.is