Skip to main content
Umsögn

um atvinnu- og menntamál

By 12. janúar 2018No Comments
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ), haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að: 
  • Auka atvinnutækifæri fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu þannig að hlutastörf við hæfi verði í boði. 
  • Innleiða hvatningakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ráða starfsfólk með skerta starfsgetu. Tryggt verði að viðeigandi hjálpartæki séu fyrir hendi. 
  • Stofna opinberan lánasjóð fyrir fatlað fólk og örorkulífeyrisþega til að fjármagna kostnað til atvinnuuppbyggingar sem gæti stuðlað að aukinni atvinnuþátttöku þeirra. 
  • Jafna tækifæri fatlaðs fólks til náms og tryggja að nemendur með sérþarfir fái þá lögbundnu þjónustu sem þeir eiga rétt á innan skólakerfisins. 
  • Auka námsframboð fyrir eldri nemendur með sérþarfir.