- Ráðgjöf og þjónusta
- Útgáfa
- Um ÖBÍ
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands, haldinn 20. – 21. október 2017, skorar á alla þingmenn sem munu taka sæti á Alþingi að loknum alþingiskosningum 28. október nk. að lögfesta notendastýrða persónulega aðstoð fyrir áramót, sbr. yfirlýsingu formanna allra flokka á Alþingi dags. 26. september 2017. Krafan felur í sér að þjónustuformið sé fellt inn í núgildandi lög um málefni fatlaðs fólks nr. 59/1992, sem eitt meginform af þjónustu við fatlað fólk, og tryggt verði nægilegt fjármagn til að mæta þörf allra einstaklinga sem falla undir skilyrði umræddra laga.
Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu