Kvennahreyfing ÖBÍ
var stofnuð í mars 2005. "Kvennahreyfingin er umræðuvettvangur og baráttutæki fatlaðra og langveikra kvenna" Sjá nánar
hér
Ungliðahreyfing ÖBÍ
var stofnuð í ágúst 2015 og er fyrir fólk á aldrinum 18- 35 ára sem er með fötlun, skerðingar, langvinna sjúkdóma eða raskanir.
Hreyfingin er hugsuð sem vettvangur fyrir ungt fólk til að vinna að sínum hagsmunamálum og öðlast rödd innan bandalagsins. Meðlimir hreyfingarinnar eiga sæti í málefnahópum ÖBÍ og tóku þátt í stefnuþingi bandalagsins sem fulltrúar sinna félaga.
Talsmenn eru Áslaug Ýr Hjartardóttir; Fjólu og Eiður Axelsson Welding, CP Íslandi. Starfsmaður Ungliðahreyfingar er Margrét Lilja Arnheiðardóttir, netfang: margretlilja@obi.is