Skip to main content
Umsögn

Tilnefningar

By 25. ágúst 2015No Comments

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ

Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Lokadagur tilnefninga er 15. september ár hvert. 

Hér má sjá lista yfir tilnefningar til verðlaunanna árin 2012 til 2021

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2021

  • Haraldur Ingi Þorleifsson, fyrir verkefnið Römpum upp Reykjavík. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Markmiðið var að byggja eitthundrað rampa á einu ári og það tókst á átta mánuðum. Hér hefur sannarlega verið vel að verki staðið og þetta verður vonandi öðrum hvatning til sambærilegra verka víðar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.
  • Reykjadalur, fyrir að auðga framboð í frístundastarfi fyrir fötluð börn og ungmenni. Í Reykjadal í Mosfellsbæ hefur Styrkarfélag lamaðra og fatlaðra rekið sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni síðan árið 1963. Í Reykjadal er mikið lagt upp úr því að allir fái notið sín á sínum forsendum, eignist vini og fái tækifæri til skapa ógleymanlegar minningar. Það hefur tekist vel!
  • Seres hugverkasmiðja, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Dagur í lífi.Íslensk þáttaröð í átta hlutum sem fjallar um líf fólks sem býr við skerta starfsgetu af ýmsum toga. Í þáttunum er gefin einstök innsýn í líf fólks á öllum aldri, víða um land, í ýmsum störfum, með ólíka fötlun og fjölskyldugerð. Hefur tekist einkar vel til með efnistök og umfang verkefnisins og það verðskuldar því Hvatningarverðlaun ÖBÍ fyrir að leggja lóð á vogarskálarnar með fræðslu og upprætingu fordóma.
  • Styrmir Erlingsson, fyrir hugrekki, kraft og einstakan metnað í starfi sínu sem stafrænn leiðtogi og
    verkefnastjóri hjá Velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar. Styrmir hefur brennandi áhuga á að bæta þjónustu við Reykvíkinga, ekki síst fatlað fólk sem fær þjónustu frá velferðarsviði en hann hefur mikla þekkingu á notendamiðaðri hönnun, innleiðingu nýrrar tækni og stafrænna lausna. 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2020

Árið 2020 var ákveðið að einfalda umfang undirbúnings og hátíðar vegna Covid 19 og tekin ákvörðun um að velja eingöngu verðlaunahafa í hverjum flokki. 
Í flokki einstaklinga:
  • Sunna Dögg Ágústdóttir, fyrir að vera ötull talsmaður ungs fólks með þroskahömlun.

Í flokki fyrirtækja/stofnana:
  • Íþróttafélagið Ösp, fyrir að standa að íþróttaæfingum og mótum fyrir börn með fötlun síðan 1980.

Í flokknum umfjöllun/kynning:
  • Pepp Ísland, fyrir þrotlausa baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun öryrkja og fleiri minnihlutahópa.

Í flokki verkefna innan aðildarfélaga ÖBÍ:
  • SÍBS, fyrir að vera leiðandi í atvinnumálum öryrkja og fólks með skerta starfsgetu og að hafa leitast við að draga fram jákvæð samfélagslegáhrif með atvinnu fyrir alla.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2019

Einstaklingar:

  • Bjarnveig Bjarnadóttir; fyrir að hafa unnið af krafti að því að bæta þekkingu á málefnum fólks með einhverfu
  • Maríanna Vilbergs Hafsteinsdóttir; fyrir óþreytandi baráttu, kjark og þor þar sem hún notar gjrnan óhefðbundar leiðir til að vekja athygli á og bæta kjör og aðstæður fatlaðs fólks
  • Sólveig Ásgrímsdóttir; fyrir að skrifa bókina Ferðalag í flughálku, sem er fyrsta bókin á íslensku sem fjallar um ADHD og unglinga og hvað þeir eru að takast á við

Fyrirtæki/stofnanir: 

  • Salaskóli; fyrir verkefnið Örninn, maður á mann, faglegt félags- og tómstundastarf fyrir börn með sérþarfir í eldri bekkjum skólans
  • Réttinda Ronja – landssamtök íslenskra stúdenta; fyrir að setja upp heimasíðu og gagnabanka þar sem hægt er að nálgast nákvæmar og réttar upplýsingar um réttindi fatlaðra nemenda á einstaklingsmiðaðan hátt
  • Ölduselsskóli; fyrir að taka vel á móti og styðja fatlaða einstaklinga á fordómalausan hátt

Umfjöllun/kynning:

  • Leikhópurinn My Voices Have Tourettes; fyrir að auka vitund um geðheilsu á skemmtilegan og einlægan hátt
  • Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt; fyrir þrotlausa baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og að verja hagsmuni þeirra sem búa við fátækt, þar á meðal öryrkja og fleiri minnihlutahópa
  • Stundin – fréttamiðill; fyrir vandaða umfjöllun um málefni öryrkja, sjúklinga og eillilífeyrisþega

 Verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ:

  • ADHD samtökin; fyrir útgáfu á bókinni „Ferðalag í flughálku“
  • Einhverfusamtökin; fyrir heimildamyndina „Að sjá hið ósýnilega“
  • Geðhjálp: fyrir að halda á lofti gagnrýnni og málefnalegri umræðu um málefni einstaklinga með geðræn vandamál
  • Stuðningsnet sjúklingafélaganna; fyrir að bjóða upp á jafningjastuðning fyrir fólk sem glímir við erfiða sjúkdóma 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2018

Einstaklingar:

  • Bergþóra Bergsdóttir; fyrir gerð fræðslubæklinga um MS sjúkdóminn fyrir sjúklinga og aðstandendur.
  • Erna Arngrímsdóttir;  fyrir störf í þágu psoriasis- og exemsjúklinga.
  • Rúnar Björn Herrera Þorkelsson; fyrir baráttu sína fyrir málstað fatlaðs fólks og sér í lagi innleiðingu á notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA)

Fyrirtæki/stofnanir: 

  • Bataskóli Íslands; fyrir þáttöku í því að skapa úrræði fyrir þá sem þurfa stuðning við að koma lífi sínu í réttan farveg.
  • Kærleikssamtökin; fyrir störf í þágu heimilislausra
  • Trúðavaktin; fyrir að koma með gleði og hlátur inn á Barnaspítala Hringsins.

Umfjöllun/kynning:

  • Lífið á eyjunni- stuttmynd; fyrir mikilvægt framtak í að opna umræðu og umfjöllun um andlega líðan drengja.
  • Knattspyrnusamband Íslands; fyrir ómetanlegan stuðning við kynningarátak Parkinsonsamtakanna Sigrum Parkinson.
  • Píeta samtökin á Íslandi; fyrir faglega og opna umræðu um sjálfsvíg.

 Verkefni innan aðildarfélaga ÖBÍ:

  • ADHD samtökin; fyrir ómetanlega störf og baráttu gegn fordómum í garð þeirra sem greinst hafa með ADHD.
  • Alzheimersamtökin; fyrir fræðsluátak Alzheimersamtakanna
  • Einhverfusamtökin; fyrir viðamikla starfsemi félagsins og stjórnarmanna í gegnum árin.
  • Geðhjálp; fyrir peysuverefnið Útmeða sem unnið er í samstarfi við Hjálparsíma Rauða krossins og snýr að vitundarvakningu í tengslum við geðheilbrigði ungs fólks.
  • Hringsjá, náms- og starfsendurhæfing; fyrir umhyggju, hlýju og uppbyggingu,  starfið hjá Hringsjá snýst um að hjálpa fólki til sjálfshjálpar.
  • MS – félag Íslands;  fyrir útgáfu sex fræðslubæklinga , MS sjúkdómurinn er áskorun.
  • Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra;  Þjónustumiðstöð/Dagvist Sjálfsbjargar, fyrir einstaklingsmiðaða þjónustu sem veitt er þar sem hennar er þörf.
  • Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra;  Frumbjörg, frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar, fyrir að vera frábær vettvangur fyrir fatlaða einstaklinga til að vinna að hugmynum og koma þeim á framfæri.

Sjá verðlaunahafa 2018 hér

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2017

Alls bárust 55 tilnefningar um 47 aðila. 

Einstaklingar:

  • Guðmundur Sigurðsson, fyrir eljusemi við að kynna kyndilhlaup lögreglumanna í tengslum við íþróttaviðburði Special Olympics. Hann hefur staðið fyrir kyndilhlaupum hér á landi á íþróttaviðburðum fatlaðs fólks og fengið aðra lögregluþjóna til liðs við sig. Einnig hefur hann farið til annarra landa og tekið þátt í kyndilhlaupum ásamt lögregluþjónum víða að úr heiminum.
  • Hlín Magnúsdóttir, fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum. Hún heldur úti fésbókarsíðunni „Fjölbreyttar kennsluaðferðir fyrir fjöruga krakka“. Námsefnið hentar öllum börnum en sérstaklega börnum með sérþarfir, s.s. einstaklingum á einhverfurófi, með ADHD og  aðrar raskanir.
  • Stefanía Þórey Guðlaugsdóttir, fyrir umhyggju, stuðning og hjálpsemi. Hefur sýnt mikla hugmyndaauðgi við að finna upp á ýmsum afþreyingarmöguleikum og handverki fyrir fólk með skerta starfsgetu.

Fyrirtæki:

  • Crossfit XY, fyrir þá sýn að Crossfit sé fyrir alla, að allir sem koma þangað að æfa séu jafningjar. Mikið er lagt upp úr því að allir sem þar æfa séu á jafningjagrunni. Þjálfarar og starfsfólk hafa sérstaklega lagt sig fram við að gera öllum kleift að stunda æfingar í Crossfit óháð líkamlegu atgervi.
  • Grófin geðverndarmiðstöð, fyrir að vinna að því að rjúfa þögnina og sporna gegn fordómum um geðsjúkdóma. Unnið er út frá hugmyndafræði valdeflingar, batanálgunar og á jafningjagrundvelli. Miðstöðin var stofnuð af hugsjón af notendum geðheilbrigðisþjónustunnar, aðstandenda þeirra og fagfólks.
  • TravAble, fyrir hönnun og þróun á smáforriti sem gefur upplýsingar um aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk og fólk með sérþarfir. Smáforritið upplýsir notendur um aðgengi að ýmsum stöðum, hvort sem um er að ræða opinberar stofnanir, kaffihús, veitingastaði svo dæmi séu nefnd.  Forritið er hannað með það í huga að einstaklingur geti síað upplýsingar um aðgengilega staði út frá eigin þörfum.  

Umfjöllun/kynning:

  • Eistnaflug rokkhátíð, fyrir að vekja athygli á mikilvægi þess að ræða um andlega líðan og geðheilsu. Aðstandendur Eistnaflugs stóðu fyrir málþingi á rokkhátíðinni sem snérist um andlega líðan og geðheilsu. Markmiðið er að opna umræðuna meðal ungs fólks og vinna á fordómum. Mikið er lagt upp úr góðri framkomu, tillitssemi og skapa jákvæða ímynd.
  • Jafnrétti fyrir alla, fyrir verkefni sem snýr að aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi. Markmið verkefnisins er að skoða hugmyndir karla með þroskahömlun um jafnrétti og hlutverkaskiptingu kynjanna. Verkefnið fer að mestu fram í gegnum fésbókarsíðu, með fyrirlestrum í skólasamfélaginu og á ráðstefnum.
  • RÚV, fyrir að kynna og sýna þættina „Með okkar augum“ á besta áhorfstíma. Með sýningum þáttanna stuðlar RÚV að vitundarvakningu á stöðu fólks með þroskahömlun. Hefur sýning þáttanna stuðlað að bættri ímynd almennings í garð fatlaðs fólks, dregið úr fordómum og eflt sjálfsmynd fatlaðs fólks. 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2016

Alls bárust 50 tilnefningar um 41 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefninu.

Einstaklingar:

  • Friðrik Sigurðsson, fyrir störf sín í þágu fólks með þroskahömlun og aðstandenda þeirra.
  • Hanna Jónsdóttir, fyrir frumkvöðlastarf í þágu fatlaðs fólks í Stykkishólmi.
  • Karl Þorsteinsson, fyrir sjálfboðastarf í þágu fatlaðs íþróttafólks.

Fyrirtæki/stofnanir:

  • Dagsól ehf.-verslunin Next, fyrir metnaðarfulla starfsmannastefnu sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.
  • IKEA, fyrir hvetjandi starfsumhverfi sem meðal annars felur í sér að ráða fólk með skerta starfsgetu.
  • Útmeð’a. Tilgangur verkefnisins er að vekja athygli á hárrí tíðni sjálfsvíga meðal ungs fólks og hvetja til umræðu um geðheilbrigði.

Umfjöllun/kynningar:

  • Ferðabæklingarnir – fésbókarsíða, fyrir ítarlega og virka netumfjöllun um aðgengismál fatlaðs fólks.
  • Upplifun fyrir alla – styrktarsöfnun fyrir Reykjardal. Styrktarsöfnunin upplifun fyrir alla var haldin á vegum meistaranema við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Tabú. Fyrir fræðslu og marksvissa umfujöllun um stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015

Alls bárust 102 tilnefningar um 64 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

  • Aðalheiður Sigurðardóttir, fyrir vefinn „Ég er Unik“, sem er verkfæri til að setja saman einstaklingsmiðaða handbók um einhverfu og ADHD.
  • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.
  • Rannveig Traustadóttir, fyrir rannsóknir og kynningu á nýrri hugmyndafræði um félagslega sýn á málefni fatlaðs fólks.

Fyrirtæki/stofnanir:

  • Bíó paradís, fyrir fjáröflun og framkvæmdir til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
  • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.
  • Öryggismiðstöðin, fyrir verkefnið „Esjan rúllar“.

Umfjöllun/kynningar:

  • Harpa Snjólaug Lúthersdóttir, fyrir kennsluefnið „Má ég vera memm?“
  • Ingólfur Sigurðsson, fyrir opinskáa umræðu um andlega líðan íþróttafólks.
  • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2014

Alls bárust 122 tilnefningar um 75 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

  • Ólafur Helgi Móberg, fyrir að láta ekki fordóma hindra sig í lífi og starfi.  
  • Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.
  • Snorri Már Snorrason, fyrir verkefnið „þín hreyfing – þinn styrkur“.

Fyrirtæki – stofnanir:

  • Greiningar- og ráðgjafarstöðin, fyrir ritun bókarinnar „Litróf Einhverfunnar“.
  • Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fólks með þroskahömlun.
  • Vin athvarf, fyrir rekstur athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Umfjöllun – kynning:

  • Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.
  • Borgarleikhúsið, fyrir að opna heim leikhússins fyrir fötluðu fólki.
  • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, fyrir erindi sitt „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand“.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013

Alls bárust 48 tilnefningar um 39 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

  • Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, fyrir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjölbreyttar íþróttir.
  • Margrét Norðdahl, fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra.
  • Sigurður Hallvarðsson, fyrir einstakt æðruleysi og afrek með göngu sinni frá Hveragerði til Reykjavíkur í því skyni að safna áheitum fyrir Ljósið.

Fyrirtæki/stofnanir:

  • Ásgarður, handverkshús, fyrir að virkja sköpunarkraft einstaklinga við úrlausnir á fjölbreytilegum verkefnum.
  • GÆS, kaffihús, fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra.
  • Orkuveita Reykjavíkur, fyrir þá stefnu að vera alltaf með fólk í vinnu sem gæti ekki starfað á almennum vinnumarkaði án sérstaks búnaðar eða stuðnings sökum fötlunar.

Umfjöllun/kynning:

  • Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi, fyrir að varpa ljósi á flóknar birtingarmyndir fötlunar í íslenskri menningu.
  • Regnbogabörn fyrir verkefnið sitt, fyrirlestrar.is, sem opnar nýjar leiðir við fræðslu með yfirgripsmikilli upplýsingamiðlun til almennings.
  • Sendiherraverkefni, fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2012

Í ár bárust 150 tilnefningar um 50 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

  • Inga Björk Bjarnadóttir, fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.
  • Jón Harðarson, fyrir að vekja þá tilfinningu hjá fötluðum börnum að þeim sé ekkert ómögulegt og auka þeim sjálfstraust og lífsfyllingu.
  • Jón Margeir Sverrisson, fyrir glæsileg íþróttafrek sín og fyrir að vera fyrirmynd í að setja markið hátt.          

Fyrirtæki/stofnanir:

  • Gerpla fimleikafélag, fyrir að hafa, eitt íþróttafélaga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlanir allt frá árinu 1997.
  • Specialisterne, fyrir að gefa þeim sem eru á einhverfurófinu tækifæri til að nýta þá sérstöku hæfileika sem þeir búa yfir og virkja þá til starfs og samfélagsþátttöku.
  • UngHugar, fyrir að starfa með ungu fólki með geðraskanir við að styrkja sjálfstraust þess, draga úr félagslegri einangrun og eyða fordómum.         

Umfjöllun/kynning:

  • Lára Kristín Brynjólfsdóttir, fyrir baráttu og hugrekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fullorðinna á einhverfurófi.
  • NPA-miðstöðin, fyrir ljósmyndabókina Frjáls, sem gefur góða innsýn í líf fatlaðs fólks.
  • Skytturnar þrjár, fyrir að vekja athygli á óþarfa þröskuldum sem hindra aðgengi fyrir alla í miðborg Reykjavíkur.
  • Leikhópurinn My Voices Have Tourettes; fyrir að auka vitund um geðheilsu á skemmtilegan og einlægan hátt.
  • Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt; fyrir þrotlausa baráttu gegn fátækt og félagslegri einangrun og að verja hagsmuni þeirra sem búa við fátækt, þar á meðal öryrkja og fleiri minnihlutahópa.