Tilnefningar

Hvatningarverðlaun ÖBÍ eru veitt í þremur flokkum. Flokki einstaklinga, flokki fyrirtækja/stofnana og flokki umfjöllunar/kynningar. 

Undirbúningsnefnd fer yfir allar tilnefningar og velur þrjá úr í hverjum flokki og skilar af sér til dómnefndar sem velur verðlaunahafana. 

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2015

Alls bárust 102 tilnefningar um 64 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

 • Aðalheiður Sigurðardóttir, fyrir vefinn „Ég er Unik“, sem er verkfæri til að setja saman einstaklingsmiðaða handbók um einhverfu og ADHD.
 • Brynjar Karl Birgisson, fyrir Lego-verkefnið „Titanic“ og söguna „Minn einhverfi stórhugur“.
 • Rannveig Traustadóttir, fyrir rannsóknir og kynningu á nýrri hugmyndafræði um félagslega sýn á málefni fatlaðs fólks.

Fyrirtæki/stofnanir:

 • Bíó paradís, fyrir fjáröflun og framkvæmdir til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
 • Sjónarhóll, fyrir ráðgjöf og dyggan stuðning við réttindabaráttu foreldra barna með sérþarfir.
 • Öryggismiðstöðin, fyrir verkefnið „Esjan rúllar“.

Umfjöllun/kynningar:

 • Harpa Snjólaug Lúthersdóttir, fyrir kennsluefnið „Má ég vera memm?“
 • Ingólfur Sigurðsson, fyrir opinskáa umræðu um andlega líðan íþróttafólks.
 • Snædís Rán Hjartardóttir, fyrir baráttu sína við stjórnvöld vegna synjunar á túlkaþjónustu.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2014

Alls bárust 122 tilnefningar um 75 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

 • Ólafur Helgi Móberg, fyrir að láta ekki fordóma hindra sig í lífi og starfi.  
 • Ólafur Ólafsson, fyrir að helga líf sitt íþróttum fatlaðs fólks.
 • Snorri Már Snorrason, fyrir verkefnið „þín hreyfing - þinn styrkur".

Fyrirtæki – stofnanir:

 • Greiningar- og ráðgjafarstöðin, fyrir ritun bókarinnar „Litróf Einhverfunnar“.
 • Háskóli Íslands, fyrir starfstengt diplómanám fólks með þroskahömlun.
 • Vin athvarf, fyrir rekstur athvarfs fyrir fólk með geðraskanir.

Umfjöllun – kynning:

 • Arnar Helgi Lárusson, fyrir frumkvæði að átakinu „Aðgengi skiptir máli“.
 • Borgarleikhúsið, fyrir að opna heim leikhússins fyrir fötluðu fólki.
 • Embla Guðrúnar Ágústsdóttir og Guðrún Hjartardóttir, fyrir erindi sitt „Af hverju er barnið mitt ekki úti að éta sand“.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2013

Alls bárust 48 tilnefningar um 39 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

 • Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, fyrir að hvetja fatlað fólk til að stunda fjölbreyttar íþróttir.
 • Margrét Norðdahl, fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra.
 • Sigurður Hallvarðsson, fyrir einstakt æðruleysi og afrek með göngu sinni frá Hveragerði til Reykjavíkur í því skyni að safna áheitum fyrir Ljósið.

Fyrirtæki/stofnanir:

 • Ásgarður, handverkshús, fyrir að virkja sköpunarkraft einstaklinga við úrlausnir á fjölbreytilegum verkefnum.
 • GÆS, kaffihús, fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra.
 • Orkuveita Reykjavíkur, fyrir þá stefnu að vera alltaf með fólk í vinnu sem gæti ekki starfað á almennum vinnumarkaði án sérstaks búnaðar eða stuðnings sökum fötlunar.

Umfjöllun/kynning:

 • Fötlun og menning: Íslandssagan í öðru ljósi, fyrir að varpa ljósi á flóknar birtingarmyndir fötlunar í íslenskri menningu.
 • Regnbogabörn fyrir verkefnið sitt, fyrirlestrar.is, sem opnar nýjar leiðir við fræðslu með yfirgripsmikilli upplýsingamiðlun til almennings.
 • Sendiherraverkefni, fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land.

Tilnefndir til Hvatningarverðlauna ÖBÍ 2012

Í ár bárust 150 tilnefningar um 50 aðila. Eftirtaldir hlutu tilnefningu.

Einstaklingar:

 • Inga Björk Bjarnadóttir, fyrir að vera öðrum fyrirmynd og berjast fyrir bættu aðgengi og þjónustu fyrir fatlað fólk í Borgarbyggð.
 • Jón Harðarson, fyrir að vekja þá tilfinningu hjá fötluðum börnum að þeim sé ekkert ómögulegt og auka þeim sjálfstraust og lífsfyllingu.
 • Jón Margeir Sverrisson, fyrir glæsileg íþróttafrek sín og fyrir að vera fyrirmynd í að setja markið hátt.          

Fyrirtæki/stofnanir:

 • Gerpla fimleikafélag, fyrir að hafa, eitt íþróttafélaga, boðið upp á fimleikaþjálfun fyrir fólk með þroskahamlanir allt frá árinu 1997.
 • Specialisterne, fyrir að gefa þeim sem eru á einhverfurófinu tækifæri til að nýta þá sérstöku hæfileika sem þeir búa yfir og virkja þá til starfs og samfélagsþátttöku.
 • UngHugar, fyrir að starfa með ungu fólki með geðraskanir við að styrkja sjálfstraust þess, draga úr félagslegri einangrun og eyða fordómum.         

Umfjöllun/kynningar:

 • Lára Kristín Brynjólfsdóttir, fyrir baráttu og hugrekki við að vekja umræðu um einhverfu og auka skilning almennings og heilbrigðisyfirvalda á stöðu fullorðinna á einhverfurófi.
 • NPA-miðstöðin, fyrir ljósmyndabókina Frjáls, sem gefur góða innsýn í líf fatlaðs fólks.
 • Skytturnar þrjár, fyrir að vekja athygli á óþarfa þröskuldum sem hindra aðgengi fyrir alla í miðborg Reykjavíkur.