Málefnahópur um aðgengi

Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sem á að „efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.“ Í því felst sú skylda að fjarlægja þær hindranir „sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra,“ samkvæmt 1. grein sáttmálans.

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi berst fyrir þessum réttindum með þrýstingi á stjórnvöld um innleiðingu lagasetningar og kröfu um úrbætur á aðgengi í samfélaginu, fyrst og fremst að mannvirkjum, samgöngum, upplýsingum og samskiptum. Málefnahópurinn hefur meðal annars skrifað umsagnir við þingmál, erindi til stofnana, haldið málþing, gefið út leiðbeiningar og fundað með ráðamönnum, fulltrúum hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Greinar 9., 20. og 21. í SRFF eru sérstök leiðarljós í starfi málefnahópsins.

5. maí 2022 : Samstarfsyfirlýsing undirrituð

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ), Arkitektafélag Íslands (AÍ), Félag íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA), Félag húsgagna- og innanhússarkitekta (FHI), Byggingafræðingafélag Íslands (BFÍ) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) lýsa yfir vilja til samstarfs við að bæta upplýsingar og leiðbeiningar fyrir hönnuði og fagaðila í mannvirkjagerð og skipulagsmálum með áherslu á aðgengi fyrir fatlað fólk og algilda hönnun.
Samningsaðilar munu meðal annars vinna að gerð upplýsinga og leiðbeininga og halda fundi og vinnustofur með það fyrir augum að auka vitund um þarfir fatlaðs fólk í manngerðu rými og þróa hugvitssamar lausnir sem bæta aðgengi og auka lífsgæði.

Útgáfa:

Blýantur stroka út bókstafinn Ó í orðinu óaðgengilegt

Málefnahópinn skipa:

 • Bergur Þorri Benjamínsson, formaður, Sjálfsbjörg lsh.
 • Gísli Jónasson, MND félagi Íslands
 • Haukur Agnarsson, CP félaginu
 • Hlynur Þór Agnarsson, Blindrafélaginu
 • Ingólfur Már Magnússon, Heyrnahjálp
 • Ingveldur Jónsdóttir, MS félagi Íslands
 • Ólafía Ósk Runólfsdóttir, Sjálfsbjörg Bolungarvík
 • Varmenn: Hreiðar Þór Örstead Hreiðarsson, Einhverfusamtökunum og Jóna Kristín Gunnarsdóttir, ADHD samtökunum

Starfsmaður hópsins: Stefán Vilbergsson.  Netfang: stefan@obi.is 


Hagnýtar upplýsingar: 

 • Aðgengi, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.
 • Aðgengi fyrir alla - handbók um umhverfi og byggingar,  leiðbeiningar fyrir þá sem fást við hönnun og framkvæmd bygginga ( útg. 1999 og endurútg. 2002).
 • Sjá ehf, gerir úttektir á aðgengi vefasíðna og stendur fyrir námskeiðum þar um. Sjá ehf, hefur í samráði við ÖBÍ veitt vefsíðum aðgengisvottun.