Málefnahópur um aðgengi

Ísland hefur fullgilt samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) sem á að „efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra, jafnframt því að efla og vinna að virðingu fyrir eðlislægri mannlegri reisn þess.“ Í því felst sú skylda að fjarlægja þær hindranir „sem geta komið í veg fyrir fulla og árangursríka samfélagsþátttöku til jafns við aðra,“ samkvæmt 1. grein sáttmálans.

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi berst fyrir þessum réttindum með þrýstingi á stjórnvöld um innleiðingu lagasetningar og kröfu um úrbætur á aðgengi í samfélaginu, fyrst og fremst að mannvirkjum, samgöngum, upplýsingum og samskiptum. Málefnahópurinn hefur meðal annars skrifað umsagnir við þingmál, erindi til stofnana, haldið málþing, gefið út leiðbeiningar og fundað með ráðamönnum, fulltrúum hagsmunasamtaka og fyrirtækja. Greinar 9., 20. og 21. í SRFF eru sérstök leiðarljós í starfi málefnahópsins.

Útgáfa:

Blýantur stroka út bókstafinn Ó í orðinu óaðgengilegt

Umfjöllun og fréttir:

Viðburðir:

Málefnahópinn skipa:

 • Bergur Þorri Benjamínsson - formaður, Sjálfsbjörg lsh.
 • Birna Einarsdóttir, Gigtarfélaginu
 • Ingólfur Már Magnússon, Heyrnarhjálp
 • Jón Heiðar Jónsson, Sjálfsbjörg
 • Lilja Sveinsdóttir, Blindrafélaginu
 • Margrét Lilja Arnheiðardóttir, Sjálfsbjörg 
 • Sigurjón Einarsson, Fjólu
 • Til vara: Hreiðar Þór Örsted, Einhverfusamtökin, Grétar Pétur Geirsson Sjálfsbjörg.

Starfsmaður hópsins: Stefán Vilbergsson.  Netfang: stefan@obi.is 


Hagnýtar upplýsingar: 

 • Aðgengi, Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar.
 • Aðgengi fyrir alla - handbók um umhverfi og byggingar,  leiðbeiningar fyrir þá sem fást við hönnun og framkvæmd bygginga ( útg. 1999 og endurútg. 2002).
 • Sjá ehf, gerir úttektir á aðgengi vefasíðna og stendur fyrir námskeiðum þar um. Sjá ehf, hefur í samráði við ÖBÍ veitt vefsíðum aðgengisvottun.