Málefnahópur um atvinnu- og menntamál

 Ráðstefnur og viðburðir:

Umfjöllun:

Allskonar störf fyrir allskonar fólk

Hópinn skipa:

 • Áslaug Ýr Hjartardóttir, Fjólu, starfandi formaður frá desember 2019 til október 2020
 • Brynhildur Arthúrsdóttir, Laufi
 • Elma Finnbogadóttir, Blindrafélaginu
 • Hrannar B. Arnarsson, ADHD samtökunum
 • Hrönn Stefánsdóttir, Gigtarfélagi Íslands
 • Vilborg Jónsdóttir, Parkinsonsamtökunum 
 • Til vara: Sylviane Lecoultre og Sigurður Jón Ólafsson

Starfsmaður hópsins: Þórdís Viborg. Netfang: thordis@obi.is

Starfsemi málefnahópsins veturinn 2018-2019:

Málefnahópur um atvinnu- og menntamál hélt 15 fundi á tímabilinu. Hópurinn átti fundi með fulltrúum félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins. Farið var yfir tillögur um starfsgetumat og haldinn sameiginlegur fundur með málefnahópi um kjaramál og unnar tillögur að breytingum á fyrirhuguðu starfsgetumati.
 
 • Norræna ráðherranefndin hélt málstofu hér á landi þann 15. nóvember 2018 um hvernig auka megi möguleika og tækifæri fatlaðs fólks til að sækja sér háskólamenntun erlendis. Hópnum var boðið að taka þátt í málstofunni, auk þess sem fulltrúi málefnahópsins tók að sér að flytja erindi.
 • Fundað var meðal annars með fulltrúum Vinnumálastofnunar og með fulltrúum Kvennahreyfingar ÖBÍ um atvinnumál fatlaðra kvenna. Einnig var fundað með Réttinda Ronju og Félagi íslenskra framhaldsskólanema.
 • Ný stefna Reykjavíkurborgar í atvinnumálum fatlaðs fólks og fólks með skerta starfsgetu var rýnd og fulltrúi borgarinnar kom á fund hópsins.
 • Málefnahópurinn stóð fyrir ráðstefnu um atvinnumál, Allskonar störf fyrir allskonar fólk. Rúmlega 170 manns sóttu ráðstefnuna, auk um 50 manns sem fylgdust með beinu streymi frá henni.
 • Fyrir stefnuþing ÖBÍ í apríl 2019 lagði hópurinn fjölda málefna. Lánasjóður, vinnusamningar öryrkja, hvatningakerfi, bætt aðgengi fatlaðra nemenda að framhalds- og háskólanámi, brottfall nemenda og aukin teymisvinna innan framhaldsskólanna með auknum fjölda sérfræðinga á sviðum t.d. félagsráðgjafar, sálfræði og talmeinafræði, fjölgun hlutastarfa, starfsgetumat og starfsmenntunarsjóður. Þrjú mikilvægustu verkefnin töldu fulltrúar stefnuþings vera að leggja áherslu á hvatningakerfi, bætt aðgengi að skóla og fjölgun hlutastarfa.
 • Hópurinn gerði á tímabilinu 10 myndbönd sem höfðu það markmið að sýna fjölbreytileika fólks með skerta starfsgetu. Til stendur að gera 10 myndbönd til viðbótar til sýningar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að hvetja atvinnurekendur til að auka tækifæri fólks með skerta starfsgetu á vinnumarkaði.