Málefnahópur um heilbrigðismál

 Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál hefur verið starfandi síðan í nóvember 2015. Hópurinn fundar reglulega og hefur unnið fjölda umsagna við lagaframvörp og þingsályktunartillögur, átt fundi með ráðamönnum, stjórnendum stofnana og staðið fyrir málþingum og ráðstefnum. 

Þrjár helstu áherslur málefnahópsins voru ákvarðaðar á stefnuþingi ÖBÍ vorið 2016, samþykktar á aðalfundi um haustið og stefna mótuð á starfsdegi vorið 2017. Málefnahópurinn er ekki bundinn af þeim áherslum einum, enda hefur hann einnig sinnt öðrum málum. Áherslurnar voru „Greiðsluþátttaka,“ „Hjálpartæki og þjálfun“ og „Heilsugæslan.“ Auk þess hefur málefnahópurinn beitt sér fyrir nýjum samningum um tannlækningar lífeyrisþega. Á stefnuþingi ÖBÍ vorið 2018 voru samþykktar nýjar áherslur. Þær eru „Geðheilbrigðismál“ og „Lyf.“

Málþing og ráðstefnur:

Næsta málþing málefnahópsins verður haldið á rafrænt á ZOOM þann 20. apríl 2021. Nánari upplýsingar um málþingið er að finna hér

Auglýsinng og tengill-málþing-2021

Upplýsingasíður og útgáfa: 

Fréttir og umfjöllun:

Málefnahópinn skipa:

  • Emil Thóroddsen - Gigtarfélagi Íslands, formaður. Netfang formanns: heilbrigdismal@obi.is
  • Fríða Rún Þórðardóttir - Astma- og ofnæmisfélagi Íslands
  • Guðbjörg Kristín Eiríksdóttir, Sjálfsbjörg
  • Guðni Sigmundsson, Sjálfsbjörg
  • Karl Þorsteinsson - Ás styrktarfélagi
  • Sigríður Jóhannsdóttir - Samtökum sykursjúkra
  • Vilhjálmur Hjálmarsson - ADHD samtökunum
  • Til vara: Kolbrún Stígsdóttir, Samtökum um endómetríósu

Starfsmaður hópsins: Stefán Vilbergsson. Netfang: stefan@obi.is