Málefnahópur um málefni barna

Málefnahópur um málefni barna hefur verið starfandi frá vorinu 2018. Tilgangur málefnahópsins er að beina sjónum að þjónustu við börn með fatlanir og raskanir. Einnig hefur hópurinn nýst sem stuðningur við aðildafélög innan ÖBÍ.

Mikilvægustu áherslumálin eru: 

 • Réttindi barna – kortlagning stöðunnar
 • Efla samtal við ríki og sveitarfélög og aðra þá sem veita þjónustu við börn með fatlanir og raskanir
 • Gefa börnunum rödd – hlusta á sjónarmið barnanna sjálfra
 • Viðhorf og fræðsla
 • Aðgengi að þjónustu við börn
 • Félagsstarf - Frístundir – Tómstundir
 • Aukin þekking fagstétta

Ungmennaþing 2019

Hópinn skipa:

 • Elín H. Hinriksdóttir, formaður, ADHD samtökunum. Netfang formanns: elin@adhd.is
 • Eiður Welding, CP félaginu
 • Hjalti Sigurðsson, Blindrafélaginu
 • Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hjartaheill
 • Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
 • Sif Hauksdóttir, Astma-og ofnæmisfélagi Íslands
 • Sunna Brá Stefánsdóttir, Gigtarfélagi Íslands
 • Varamaður: Lára Guðrún Magnúsdóttir, Sjónarhóli