Málefnahópur um málefni barna

Málefnahópur um málefni barna hefur verið starfandi frá vorinu 2018. Tilgangur málefnahópsins er að beina sjónum að þjónustu við börn með fatlanir og raskanir. Einnig hefur hópurinn nýst sem stuðningur við aðildafélög innan ÖBÍ.

Mikilvægustu áherslumálin eru: 

 • Réttindi barna – kortlagning stöðunnar
 • Efla samtal við ríki og sveitarfélög og aðra þá sem veita þjónustu við börn með fatlanir og raskanir
 • Gefa börnunum rödd – hlusta á sjónarmið barnanna sjálfra
 • Viðhorf og fræðsla
 • Aðgengi að þjónustu við börn
 • Félagsstarf - Frístundir – Tómstundir
 • Aukin þekking fagstétta

Ungmennaþing 2019

Starfsemi málefnahópsins veturinn 2018-2019:

Frá því í september 2018 fram í júní 2019 fundaði málefnahópurinn 19 sinnum og stóð fyrir einum viðburði. Hópurinn stóð fyrir Ungmennaþingi ÖBÍ, „Hvað finnst þér?“ Þetta var fyrsti viðburður ÖBÍ sérstaklega ætlaður börnum og ungmennum og var mæting nokkuð góð.

Málefnahópurinn hefur jafnframt tekið þátt í umfangsmikilli vinnu Félagsmálaráðuneytisins við að endurskoða alla þjónustu við börn. Hópurinn hefur fundað með ráðuneytinu og komið með ábendingar um það sem betur má fara. Fulltrúar hópsins hafa setið í fimm vinnuhópum á vegum ráðuneytisins þar sem unnið er að því að greina stöðu barna og koma með tillögur að lausnum. Sömu fulltrúar tóku þátt í vinnufundi þverpólitískrar þingmannanefndar í málefnum barna.

 • Fyrir stefnuþing ÖBÍ lagði hópurinn fyrir málefni um réttindi barna, menntamál, raddir barna, fræðsluhóp, þjónustu sveitarfélaga, frístunda- og tómstundaúrræði, foreldra fatlaðra og langveikra barna og menntun fagstétta í menntakerfinu. Stefnuþing valdi úr þessum verkefnum, sem þau mikilvægustu, verkefnin um réttindi barna, raddir barna og menntamál.
 • Fulltrúi hópsins tók þátt í gerð viðbótarskýrslu frjálsra félagasamtaka við skýrslu Íslands til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.
 • Formanni og starfsmanni málefnahópsins var boðið á fund fyrir hagsmunaaðila hjá Umboðsmanni barna, þar sem unnið var að stefnumálum Umboðsmanns barna næstu ár.
 • Börn passa ekki í kassa“ grein eftir formann málefnahóps um málefni barna birtist í Fréttablaðinu 20. nóvember 2018.
 • Málefnahópurinn fékk kynningu frá Kolbeini Stefánssyni hagfræðingi um skýrsluna, „Lífskjör og fátækt barna á Íslandi“ og stendur til að fá hann til að vinna frekari gögn upp úr skýrslunni varðandi fötluð börn og fatlaða foreldra.
 • Fulltrúi hópsins er í vinnuhóp á vegum ráðuneytisins við að útbúa leiðbeinandi reglur til sveitarfélaga varðandi frístundaþjónustu við fötluð börn.

Í öllum þeim fjölmörgu samtölum sem málefnahópurinn hefur átt við ýmsa aðila kom það berlega í ljós að bæta þarf stórlega aðgengi forráðamanna og barna að upplýsingum um réttindi þeirra. Ljóst er að þörf er á því að safna saman upplýsingum og setja á eina vefsíðu. Tveir þroskaþjálfanemar tóku það að sér að hefja þá upplýsingasöfnun sem BA verkefni sitt.

Hópinn skipa:

 • Elín H. Hinriksdóttir, formaður, ADHD samtökunum. Netfang formanns: elin@adhd.is
 • Eiður Welding, CP félaginu
 • Hjalti Sigurðsson, Blindrafélaginu
 • Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hjartaheill
 • Margrét Vala Marteinsdóttir, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra
 • Sif Hauksdóttir, Astma-og ofnæmisfélagi Íslands
 • Sunna Brá Stefánsdóttir, Gigtarfélagi Íslands
 • Varamaður: Lára Guðrún Magnúsdóttir, Sjónarhóli

Starfsmaður hópsins: Þórdís Viborg. Netfang: thordis@obi.is