Stjórn og nefndir

Stjórn fer með æðsta vald bandalagsins á milli aðalfunda. Meginhlutverk stjórnar er að framfylgja lögum og stefnu bandalagsins. Ályktanir stjórnar ÖBÍ má sjá hér og fundargerðir hér

Stjórn ÖBÍ 2019-2020

Stjórn ÖBÍ 2018-2019

Kosið var um stjórn ÖBÍ að hluta á aðalfundum 2018 og 2019. Í stjórn sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, fimm formenn málefnahópa ásamt ellefu stjórnarmönnum og þremur varamönnum stjórnar.
 • Formaður: Þuríður Harpa Sigurðardóttir - Sjálfsbjörg lsh. (2019-2021)
 • Varaformaður: Halldór Sævar Guðbergsson - Blindrafélaginu (2018-2020)
 • Gjaldkeri: Bergur Þorri Benjamínsson - Sjálfsbjörg lsh. (2018-2020)

Formenn málefnahópa til tveggja ára (2019-2021):

 • Áslaug Ýr Hjartardóttir - Fjólu - áheyrnarfulltrúi - starfandi formaður málefnahóps um atvinnu- og menntamál frá desember 2019 til október 2020
 • Bergþór H. Þórðarson - Geðhjálp - málefnahópur um kjaramál
 • Emil Thóroddsen - Gigtarfélagi Íslands - málefnahópur um heilbrigðismál
 • Ingveldur Jónsdóttir - MS félagi Íslands - málefnahópur um aðgengismál
 • Rúnar Björn Herrera - SEM samtökunum - málefnahópur um sjálfstætt líf 

Fjórir stjórnarmenn (2019-2021):

 • Elín Hoe Hinriksdóttir - ADHD samtökunum 
 • Frímann Sigurnýasson - SÍBS
 • María Óskarsdóttir - Sjálfsbjörg lsh.
 • Sylviane Pétursson-Lecoultre - Geðhjálp

Aðrir stjórnarmenn (2018-2020):

 • Dóra Ingvadóttir - Gigtarfélagi Íslands
 • Einar Þór Jónsson - HIV Íslandi
 • Elva Dögg Hafberg Gunnarsdóttir - Tourette-samtökunum á Íslandi
 • Fríða Bragadóttir - Samtökum sykursjúkra
 • Fríða Rún Þórðardóttir - Astma- og ofnæmisfélagi Íslands
 • Garðar Sverrisson - MS félagi Íslands
 • Snævar Ívarsson - Félagi lesblindra á Íslandi
 • Þorsteinn Þorsteinsson - Spoex (frá desember 2019)

Varamaður í stjórn (2018-2020):

 • Karl Þorsteinsson - Ás styrktarfélagi

Vegna andláts Sævars Pálssonar aðalmanns í stjórn og Magnúsar Þorgrímssonar varamanns á árinu 2019 er einungis einn varamaður í stjórn fram að aðalfundi ÖBÍ í október 2020.

Framkvæmdaráð ÖBÍ 2019-2020

Framkvæmdaráð afgreiðir mál milli stjórnarfunda og leggur meiriháttar mál í hendur stjórnar.
 • Formaður: Þuríður Harpa Sigurðardóttir - Sjálfsbjörg lsh.
 • Varaformaður : Halldór Sævar Guðbergsson - Blindrafélaginu
 • Gjaldkeri: Bergur Þorri Benjamínsson - Sjálfsbjörg lsh.
 • Meðstjórnandi: Bergþór H. Þórðarsson - Geðhjálp 
 • Meðstjórnandi: Dóra Ingvadóttir - Gigtarfélagi Íslands
 • Varamaður: María Óskarsdóttir - Sjálfsbjörg lsh.
 • Varamaður: Rúnar Björn Herrera - SEM samtökunum