Fulltrúar í erlendu samstarfi

European Disability Forum (EDF)

Samstarfsvettvangur heildarsamtaka fatlaðs fóks í Evrópusambandslöndunum. Bæði er um að ræða fulltrúa öryrkjabandalaga aðildarlandanna og heildarsamtök frjálsra félagasamtaka fatlaðs fólks (NGO´s).
  • Aðalfulltrúi ÖBÍ: Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ 
  • Varafulltrúi ÖBÍ: Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður ÖBÍ

Handikapporganisationernas Nordiska Råd (HNR)

Samstarfsvettvangur norrænu öryrkjabandalaganna. Formenn og framkvæmdastjórar norrænu bandalaganna sitja í ráðinu. Fulltrúar ÖBÍ eru Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ og Lilja Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri ÖBÍ.

Nordens Välfärdscenter (NVC)

Félagsmálaráðherrar Norðurlandanna skipa hver sinn fulltrúa í stjórn NVC. Eitt af mörgum verkefnum NVC er að veita styrki til ýmissa samstarfsverkefna Norðurlandanna í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúar ÖBÍ í úthlutunarnefndinni eru:
  • Aðalfulltrúi ÖBÍ: Bergur Þorri Benjamínsson, Sjálfsbjörg lsh
  • Varafulltrúi ÖBÍ: Þuríður Harpa Sigurðardóttir  formaður ÖBÍ

Rådet för nordiskt samarbete om funktionshinder (RNSF)

Ráðgefandi og stefnumarkandi ráð varðandi málefni fatlaðs fólks fyrir norrænu ráðherranefndina og samstarfsaðila hennar. Aðalfulltrúi ÖBÍ er Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ.