Skip to main content
Umsögn

282. mál. Lögræðislög (fyrirframgefin ákvarðanataka). 13. mars 2019

By 13. júní 2019No Comments
Alþingi
Nefndasvið
Austurstræti 8-10
150 Reykjavík
 
Reykjavík, 13. mars 2019
 
Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögum, nr. 71/1997, með síðari breytingum (fyrirframgefin ákvarðanataka), þskj. 313, 282. mál.
 
Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) þakkar fyrir að fá frumvarpið til umsagnar og tekur undir það og hvetur Alþingi til þess að samþykkja það. Líkt og segir í greinargerð með frumvarpinu er markmið þess að vernda rétt fólks til eigin ákvarðanatöku og þá sérstaklega fólk sem svipt er lögræði sínu oftar en einu sinni og þeirra sem vita með fyriravara að líklegt sé að til lögræðisviptingar komi.
 
Það er mat ÖBÍ að með lögleiðingu fyrirframgefinnar ákvarðanatöku sé mikilvægt skref tekið í átt að bættari mannréttindum þar sem óskir og vilji einstaklinga er að fullu virtur.
 
ÖBÍ ítrekar mikilvægi þess að virkt og náið samráð verði haft við fatlað fólk og hagsmunasamtök þess frá upphafi vinnunnar en þar liggur sérfræðiþekkingin og reynslan.
 
Ekkert um okkur án okkar!
 
Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
Formaður Öryrkjabandalags Íslands