Aðgengi að réttlæti

09nóv
Dagsetning: 9. nóvember kl. 09:00-15:00 Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík

9 nóvember nk. verður haldin ráðstefnan: Aðgengi að réttlæti sem Félag um fötlunarrannsóknir í samvinnu við Rannsóknasetur í fötlunarfræði Háskóla Íslands standa fyrir.

 

Á ráðstefnunni verður rýnt í mikilvæga þætti sem varða dómskerfið. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Anna Lawson prófessor við Leeds háskóla í Bretlandi. Á málþinginu verður fjallað um aðgengi að réttlæti, réttarkerfið, hvernig lög tryggja aðgengi að réttlæti og áhrif fatlaðs fólks á lagasetningar.

Ráðstefnan fer fram á Grand Hóteli Reykjavík þann 9. nóvember næstkomandi frá kl. 9:00 til 15:00 og að henni lokinni verður haldinn Aðalfundur Félags um fötlunarrannsóknir. 

Frekari upplýsinga er að vænta fljótlega.