ÖLLUM TIL HEILLA: Langborð - Hver eru ósýnileg í íslensku listalífi?
ReykjavíkurAkademían, í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, stendur vorið 2022 fyrir viðburðaröðinni ÖLLUM TIL HEILLA samtali um samfélagslistir. Þar verður sjónum beint að mikilvægi samfélags- og þátttökulista (e. Community and Participatory Art) við inngildingu allra í samfélagið, lista sem leyfa óvæntum röddum að berast og bregða upp myndum af lífum þeirra sem búa við hvers kyns skerðingar og jaðarsetningu .