Málþing ÖBÍ: Frá stjórnarskrá til veruleika

26sep
Dagsetning: 26. september kl. 13:00-16:00 Staðsetning: Grand hótel - Háteigur

Mynd frá fyrsta máiMálþing málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, Grand hótel 26. september frá kl. 13 til 16:30. Háteigur, 4. hæð.

Frá stjórnarskrá til veruleika

Skráning.

Réttindi og framfylgd þeirra er með okkar mikilvægustu verkefnum. Þetta er til umræðu á málþingi ÖBÍ.

Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur fer yfir hvernig fötluðu fólki hefur gengið að sækja rétt sinn fyrir dómstólum. Hún mun kynna niðurstöðu meistararitgerðar í lögfræði um túlkun á jákvæðum skyldum ríkisins á sviði mannréttinda í íslenskri réttarframkvæmd með hliðsjón af réttarvernd fatlaðs fólks.

Lars Midtiby framkvæmdastjóri Danske Handicapsorganisation (systursamtökum ÖBÍ) mun segja frá reynslu Dana af sambærilegum breytingum á danska almannatryggingakerfinu.

Því næst mætir samráðshópur um breytt framfærslukerfi og við fáum gott tækifæri til að heyra hvaða áherslur fulltrúar samráðshópsins hafa og hvernig þeir sjá fyrir sér nýtt kerfi. 

Skráning.

Dagskrá

13:00- 13:15             Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ setur málþingið.

13:15 – 14:00           Réttarvernd fatlaðs fólks - þróun í islenskri réttarframkvæmd. Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur.

14:00 – 14:30:         The Danish Reforms -More people with disability on the labour market or just less social security? Lars Midtiby framkvæmdastjóri Danske Handicaporganisationer (systursamtaka ÖBÍ í Danmörku).

14:30 - 14:50            Kaffihlé.

14:50 – 15:40           Fulltrúar í samráðshópi um breytt framfærslukerfi svara spurningum málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.  

15:40 -16:20             Pallborðsumræður (skriflegar spurningar úr sal).

16:20 – 16:30           Lokaorð. Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

 

Aðgangur ókeypis. Skráning.

Rit- og táknmálstúlkun í boði.

Allir velkomnir!          Fjölmennum og sýnum samstöðu.