Fræðslufundur ME félagsins

20jan
Dagsetning: 20. janúar kl. 15:00-17:00 Staðsetning: Sturlugata 8, Íslensk erfðagreining

DR. JAMES BARANIUK Á FRÆÐSLUFUNDI ME FÉLAGS ÍSLANDS.

 

Dr. James Baraniuk er einn af þekktustu ME sérfræðingum heims og ME félagi Íslands er mikil ánægja að geta boðið upp á þennan fyrirlestur hér á Íslandi. Dr. Baraniuk er dósent við læknadeild Georgetown háskóla og forstöðumaður rannsóknarstöðvar fyrir langvarandi verki og þreytu, sem staðsett er í Georgtown háskólalækningamiðstöðinni í Washington. Hann hefur teki þátt í fjöldamörgum rannsóknum á ME sjúkdómnum og skrifað greinar í virt læknatímarit. 

Eftir fyrirlesturinn gefst gestum tækifæri til að spyrja Dr. Baraniuk um störf hans og annað sem snýr að ME.

Það verða tveir íslenskir læknar á staðnum til að hjálpa til við að þýða, bæði helstu atriði fyrirlestrarins og svo spurningar og svör.

Fundurinn er haldinn í Tjarnarsal húss Íslenskrar erfðagreiningar.