Hjálpartæki daglegs lífs - málþing

27sep
Dagsetning: 27. september kl. 16:00-19:00 Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. 
Skráning: http://www.obi.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-malthingid-hjalpartaeki-daglegs-lifs

Fólk notar hjálpartæki til að auðvelda daglegt líf. Fyrir marga eru þau nauðsynleg og sumum jafnvel lífsnauðsynleg. Hjálpartæki eru notendum þeirra kostnaðarsöm og því eru veittir opinberir styrkir til niðurgreiðslu, en þó aðeins að uppfylltum þröngum skilyrðum.

Oft er ekki nóg að hafa hjálpartækið því ef það bilar getur verið erfitt að fá gert við það. Þá er notandi oft bundinn heima við eða í versta falli rúmi eða stól á meðan viðgerð stendur.

Á málþinginu verður fjallað um framboð, úrval og þjónustu vegna hjálpartækja á Ísland og notendur segja sína reynslu. Íslensk löggjöf verður skoðuð með tilliti til alþjóðlegra samninga og kallað eftir opinberri stefnumótun í málaflokknum.

Vinsamlegast takið fram við skráningu ef óskað er eftir rit- eða táknmálstúlkun eða sjónlýsingu.

 

Dagskrá málþingsins:

16:00   Málþingið sett. Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands

16:10   Nauðsyn eða hvað? Emil Thóroddsen, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál

16:20    Lagareglur um hjálpartæki í íslenskri löggjöf með hliðsjón af Samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks Daníel Ísebarn Ágústsson hrl., lögmaður

16:40  Margþættur vandi heyrnarskerts fólks Hjörtur Heiðar Jónsson formaður Heyrnarhjálpar

17:00   Reynsla notenda - ljóða hjálpartækja slamm Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

17:20   Kaffihlé

17:40   Staða og stefna í hjálpartækjamálum hjá Sjúkratryggingum Íslands Björk Pálsdóttir, sviðstjóri á Sjúkratryggingum Íslands

18:00   Aðstöðumunur eftir búsetu og sjúkdómum Guðrún Sonja Kristinsdóttir, iðjuþjálfi

18:20   Tæki til hjálpar – upplifun á þjónustu varðandi hjálpartæki fyrir ungan mann á Íslandi og Danmörku
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, móðir

18:40   Samantekt. Nichole Leigh Mosty, formaður velferðarnefndar Alþingis.

19:00   Málþingi slitið.