Hvatningarverðlaun ÖBÍ 2017

04des
Dagsetning: 4. desember kl. 14:00-16:00 Staðsetning: Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað aðeinu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks. Verndari verðlaunanna er Forseti Íslands.

Skráning á verðlaunaafhendinguna hér

Niðurstöður dómnefndar verða kynntar og verðlaunin afhent í dag kl. 14-16 við athöfn á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík.

Forseti Íslands afhendir verðlaunin. Meðal þeirra sem flytja erindi á hátíðinni eru Katrín Oddsdóttir, hæstaréttarlögmaður og starfsmaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf, og Bergþór Grétar Böðvarsson sem fékk verðlaunin í flokki einstaklinga 2011. Veislustjóri er Þröstur Emilsson.

Eftirfarandi hafa verið tilnefndir til verðlaunanna:

Í flokki einstaklinga

  • Guðmundur Sigurðsson - fyrir eljusemi við að kynna kyndilhlaup lögreglumanna í tengslum við Special Olympics íþróttaviðburði
  • Hlín Magnúsdóttir - fyrir brennandi áhuga og frumkvæði að fjölbreyttum kennsluaðferðum, m.a. með sérstakri fésbókarsíðu
  • Stefanía Þórey Guðlaugsdóttir - fyrir umhyggju, stuðning og hjálpsemi  

Í flokki fyrirtækja/stofnana:

  • Crossfit XY - fyrir þá sýn að Crossfit sé fyrir alla, að allir sem koma þangað að æfa séu jafningjar 
  • Grófin geðverndarmiðstöð - fyrir að vinna að því að rjúfa þögnina og sporna gegn fordómum um geðsjúkdóma
  • TravAble - fyrir hönnun og þróun á smáforriti með upplýsingum um aðgengi á ýmsum opinberum stöðum

Í flokki umfjöllunar/kynningar:

  • Eistnaflug rokkhátíð - fyrir að vekja athygli á mikilvægi þess að ræða um andlega líðan og geðheilsu
  • Jafnrétti fyrir alla - fyrir verkefni sem snýr að aðgengi karla með þroskahömlun að jafnréttisstarfi
  • RÚV - fyrir að kynna og sýna þættina með Okkar augum á besta áhorfstíma.