Íþróttafólk ársins

13des
Dagsetning: 13. desember kl. 15:00-17:00 Staðsetning: Hótel Saga

Íþróttafólk ársins úr röðum fatlaðra verður útnefnt við hátíðlega athöfn á Radisson Blu Hóteli sögu þann 13. desember næstkomandi.

Athöfnin hefst kl. 15:00 í sal Heklu á hótelinu. Við athöfnina verður Íþróttafólk ársins kynnt og sigurvegarar síðasta árs heiðraðir sérstaklega sem og Hvataverðlaun ÍF afhent.

Venju samkvæmt eru heitt súkkulaði og rjómapönnsur á boðstólunum.