Jólafundur ME félagsins

12des
Dagsetning: 12. desember kl. 15:30 Staðsetning: Síðumúla 1

Jólafundur ME félagsins verður haldinn fimmtudaginn 12.desember klukkan 15:30 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 (inngangur frá Ármúla)

Friðbjörn Sigurðsson læknir og framhaldsmenntunarstjóri lyflækninga segir frá starfi Evrópsku ME læknasamtakanna, European ME Clinicians Council, sem Friðbjörn á aðild að.  
Einnig verður kynning á  Evrópska ME rannsóknastarfinu European ME research group, sem að Tekla Hrund Karlsdóttir læknir tekur þátt í.
Kristín Sigurðardóttir læknir mun  taka þátt í fræðslunni.  Þessir læknar eiga þátt í að skipuleggja málþing um ME á læknadögum sem haldnir verða í janúar 2020.

Fundargestum verður boðið að leggja fram spurningar fyrir læknana.

Við hvetjum félagsmenn og gesti þeirra til að mæta og eiga saman notalega og fræðandi samverustund yfir kaffisopa og meðlæti.