Kynningarfundur um aðgengi á Menningarnótt

13ágú
Dagsetning: 13. ágúst kl. 16:00-17:00 Staðsetning: Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12

Kynningarfundur um aðgengi á Menningarnótt verður haldinn mánudaginn 13. ágúst, kl. 16, á Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar, Hátúni 12, Reykjavík.

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin þann 18. ágúst 2018. Hátíðin fer að mestu leyti fram á lokuðu svæði í miðborginni. Á kynningarfundi munu skipuleggjendur hátíðarinnar segja frá aðgengi fyrir fatlað fólk að og á hátíðarsvæðinu. 

Meðal annars verður sagt frá staðsetningu bílastæða hreyfihamlaðra, aðkomu ferðaþjónustu fatlaðra, salernismálum og hvaða möguleikar eru á að fara um svæðið.