Málþing Kvennahreyfingar ÖBÍ

03apr
Dagsetning: 3. apríl kl. 13:00-17:00 Staðsetning: Grand Hótel Reykjavík

Dagskrá

  • Fundarstjóri opnar málþingið. Steinunn Þóra Árnadóttir fyrrum stýrihópskona Kvennahreyfingar ÖBÍ og núverandi alþingismaður.
  • Ávarp formanns. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ.
  • Hvers vegna eru konur nefndar sérstaklega í samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks? Dr Lucy-Ann Buckley, dósent í lögfræði við NUI Galway (National University of Ireland).
  • Eru hefðbundnar skilgreiningar á ofbeldi útilokandi fyrir fatlaðar konur? Freyja Haraldsdóttir, aðjúnkt og doktorsnemi.
  • Kaffihlé.
  • Aðgengi fatlaðra kvenna að Leitarstöð Krabbameinsfélagsins og kvennadeild Landspítalans. Guðrún Ósk Maríasdóttir og Margrét Lilja Arnheiðardóttir frá aðgengisátaki ÖBÍ.
  • „Þú ert erfið kona“: Um árekstra í samskiptum kvensjúklinga og lækna. Guðrún Steinþórsdóttir, doktorsnemi. 
  • Reynslusögur kvenna sem hafa orðið öryrkjar vegna álags á vinnumarkaði.
  • Pallborð. Fyrirspurnir úr sal.
  • Samantekt.

Aðgangur ókeypis! Öll velkomin!

Rit- og táknmálstúlkar verða á staðnum. Skráning hjá thorbera@obi.is fyrir 27. mars nk.

Merki kvennahreyfingar ÖBÍ