Málþing ÖBÍ: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?

19mar
Dagsetning: 19. mars kl. 13:00-16:00 Staðsetning: Grand Hótel, Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál setur jöfnuð og réttlæti í fókus á málþingi 19. mars kl. 13-16. Öflugir frummælendur fjalla um skatta, kjaragliðnun, samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og síðan mun fólk jafnframt deila eigin reynslu. 

Málþinginu verður streymt beint á Facebook síðu ÖBÍ og á vef ÖBÍ.

Dagskrá

  • Ávarp formanns. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ. 
  • Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra? Þróun lífeyris og tekna öryrkja í samanburði við þjóðfélagið í heild . Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður kjarahóps ÖBÍ. 
  • Dreifing skattbyrði - jöfnuður og sanngirni. Indriði H. Þorláksson hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri. 
  • Kaffihlé.
  • Örinnlegg. Halldóra Eyfjörð og Halla Vala Höskuldsdóttir.
  • Réttur fatlaðs fólks til viðunandi lífsafkomu og félagslegrar verndar í íslenskum rétti í ljósi 28. gr. Samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Brynhildur Flóvenz, dósent hjá Lagadeild HÍ. 
  • Pallborðsumræður. Í pallborði auk þeirra sem halda erindi (Bergþór, Indriði og Brynhildur): Þórður Snær Júlíusson, Drífa Snædal, Þuríður Harpa Sigurðarsdóttir, Halldóra Mogensen.
  • Lokaorð. Rósa María Hjörvar formaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál.

Fundarstjóri: Eyrún Magnúsdóttir, fjölmiðlakona.

Rit- og táknmálstúlkun verður í boði. 

Allir eru velkomnir. Aðgangur ókeypis.

Takið daginn frá! 

Tengill á viðburðinn á Facebook síðu ÖBÍ.