16maí
Dagsetning:
16. maí kl. 10:00-16:00
Staðsetning:
Hilton Reykjavík Nordica (2. hæð), Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík
Beint streymi frá ráðstefnunni hér
Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu, rýnt í framtíðina, hvað er að gerast núna, samfélagslega ábyrgð, hið opinbera og atvinnulífið.
Dagskrá
Framtíðarsýn
- Ávarp. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
- Horft til framtíðar. Sveinbjörn Ingi Grímsson sérfræðingur í framtíðarfræðum hjá KPMG
- Inngildur vinnumarkaður - hvað er það? Sigurjón Unnar Sveinsson lögmaður hjá ÖBÍ, Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður hjá Ási styrktarfélagi og Halldór Sævar Guðbergsson varaformaður ÖBÍ
Hvað virkar, hvað er að gerast núna?
- Hver er staðan og hvað er framundan? Laufey Gunnlaugsdóttir deildarstjóri hjá Vinnumálastofnun
- Ný stefna í atvinnumálum fólks með skerta starfsgetu hjá RVK. Heiða Björg Hilmisdóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
- Allir með Hlutverk! Sigurður Viktor Úlfarsson framkvæmdastjóri Múlalundar vinnustofu SÍBS og Sigríður Hauksdóttir verkefnastjóri hjá Norðurþingi
- Á vinnumarkaðinn í lok starfsendurhæfingar. Jónína Waagfjörð sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK.
Samfélagsleg ábyrgð og atvinnulífið
- Fjölbreytileikinn býr til góðan vinnustað. Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi Orkuveitu Reykjavíkur
- Sýn atvinnurekanda. Davíð Þorláksson forstöðumaður samkeppnishæfni hjá SA
- Hlutastörf fyrir fólk með skerta starfsgetu og framtíðarsýn í atvinnumálum. Sóley Ragnarsdóttir aðstoðarmaður félags- og barnamálaráðherra
Hlutverk - samtök um vinnu og verkþjálfun, og málefnahópur ÖBÍ um atvinnumál, standa sameiginlega að ráðstefnunni. Boðið verður upp á léttan hádegisverð. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast skráðu þig hér.