Sköpun skiptir sköpum

04sep
Dagsetning: 4. september kl. 09:30-17:30 Staðsetning: Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38.

Sköpun skiptir sköpum

Menning margbreytileikans. Virkjum þátttöku fatlaðs fólks í menningu og listum

Öryrkjabandalag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp og Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum bjóða til ráðstefnu föstudaginn 4. september 2015 á Grand Hóteli Reykjavík, Sigtúni 38. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að aðgengi fatlaðs fólks að menningu og listum bæði sem neytendur og framleiðendur.

Fyrirlesarar munu koma bæði úr fræða- og listheiminum og raddir fatlaðs listafólks munu hljóma í gegnum listsköpun. En samhliða ráðstefnunni munu ráðstefnugestir njóta fjölbreyttrar sköpunar fatlaðs listafólks. Að auki mun uppistandarinn Josh Blue flytja erindi á ráðstefunni en fötlunar húmor er áhugavert og mikilvægt tæki til gagnrýni og sköpunnar. Hann verður einnig með uppistand sama kvöld kl. 20.00 í Háskólabíói og fá þátttakendur á ráðstefnunni afslátt af miðum á atburðinn.

Sjá dagskrá málþingsins


Síðasti skráningardagur 2. september 2015

Vinsamlega fyllið út reitina nafn, tölvupóstfang, síma og upplýsingar um á hvers vegum þið mætið ef slíkt á við. Skráið upplýsingar um hvort rit- eða táknmálstúlkunar er óskað, einhverrar annarrar aðstoðar eða sérþarfa, vinsamlega tilgreinið þá hvaða eða hvernig.

 

---

Sjá dagskrá málþingsins


Síðasti skráningardagur 2. september 2015

Vinsamlega fyllið út reitina nafn, tölvupóstfang, síma og upplýsingar um á hvers vegum þið mætið ef slíkt á við. Skráið upplýsingar um hvort rit- eða táknmálstúlkunar er óskað, einhverrar annarrar aðstoðar eða sérþarfa, vinsamlega tilgreinið þá hvaða eða hvernig.