Málþing og ráðstefnur

Ljósmynd af þeim sem sátu í pallborði á málþinginu.

Málþing ÖBÍ: Lásar gera bara gagn - ef þeir eru læstir

Málþing kjarahóps ÖBÍ um skerðingar og kjaragliðnun lífeyris almannatrygginga var haldið í gær, 17. maí,  á Grand Hóteli. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ flutti ávarp. Kolbeinn H. Stefánsson, félagsfræðingur og dósent við félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands fjallaði um niðurstöður rannsóknarinnar sem hann vann fyrir ÖBÍ, „Lásar gera bara gagn ef þeir eru læstir“. Skýrslan kom út 2020 en nýlega voru tölfræðigögn uppfærð og verður skýrslan endurútgefin á næstu dögum.
Lesa meira

Auglýsing málþingsins: Heimsmet í skerðingum.

Málþing: Heimsmet í skerðingum

Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi mun kynna nýja skýrslu um kjör lífeyrisþega, en hann hefur unnið að stórri úttekt á lífeyriskerfinu um nokkurt skeið. Málþinginu er streymt á ZOOM.
Lesa meira

Auglýsing með frétt: Málþing ÖBÍ: Aðgengi að sálfræðiþjónustu - 20. apríl 2021

Málþing um aðgengi að sálfræðiþjónustu 20. apríl

Málefnahópur Öryrkjabandalagsins um heilbrigðismál boðar til málþings um aðgengi að sálfræðiþjónustu. Vegna samkomutakmarkana verður málþingið haldið sem Zoom málþing, og þarf ekki að skrá sig til þátttöku þar. Hlekkur til að taka þátt er hér.
Lesa meira

Auglýsing með frétt - skjáskot af Zoom fundi

Málþing: Fatlaðar konur, ofbeldi og 112

Jafnréttisdagar 2021 verða dagana 1. til 5. febrúar n.k. Þá standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp fyrir málstofu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum, kalla saman fræðafólk, fulltrúa samtaka fatlaðs fólks og fulltrúa stjórnvalda til samtals um þekkingu og reynslu til að þróa leiðir til að hindra ofbeldi gegn fötluðum konum.
Lesa meira

Bein útsending frá málþinginu Við lifum ekki á loftinu.

Bein útsending frá málþinginu Við lifum ekki á loftinu.

Hér er að finna beina útsendingu frá málþinginu. Fyrir þá sem vilja beina spurningum til frummælenda, er betra að horfa á Facebooksíðu ÖBÍ, og senda þar inn spurningar, sem fundarstjóri sér svo um að bera upp.
Lesa meira

Lógó

Kvennahreyfing ÖBÍ boðar til málþings um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Yfirskrift málþingsins er Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Felur jafnréttishugtak hans í sér byltingu í jafnréttismálum (fyrir fatlaðar konur)?
Lesa meira

Beint streymi frá Málþingi um hjálpartæki

Beint streymi frá Málþingi um hjálpartæki

Bein útsending frá málþinginu.
Lesa meira

Málþing ÖBÍ: Hjálpartæki - til hvers?

Málþing ÖBÍ: Hjálpartæki - til hvers?

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál stendur fyrir málþingi þann 9. október næstkomandi kl 15 - 17 um hjálpartæki. Á málþinginu verður kynnt skýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag varðandi hjálpartæki.
Lesa meira

Auglýsing ráðstefnunnar: Allskonar störf fyrir allskonar fólk

Allskonar störf fyrir allskonar fólk

Ráðstefnan, Allskonar störf fyrir allskonar fólk, verður haldin fimmtudaginn 16. maí kl. 10-16 á Hilton Nordica. Á ráðstefnunni verður fjallað um atvinnumál fólks með skerta starfsgetu, rýnt í framtíðina, hvað er að gerast núna, samfélagslega ábyrgð, hið opinbera og atvinnulífið. Sjá dagskrá og nánari upplýsingar hér.
Lesa meira

Bergþór Heimir Þórðarson, varaformaður málefnahóps ÖBÍ um kjaramál, ásamt Halldóru Mogensen, formann…

Hafa tekjur öryrkja hækkað eins og tekjur annarra?

Erindi Bergþórs H. Þórðarsonar af málþingi kjarahóps ÖBÍ: Eru öryrkjar fólkið með breiðu bökin?
Lesa meira