Skip to main content
Frétt

Málþing: Fatlaðar konur, ofbeldi og 112

By 25. janúar 2021No Comments
Jafnréttisdagar 2021 verða dagana 1. til 5. febrúar n.k. Þá  standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp fyrir málstofu um ofbeldi gagnvart fötluðum konum,  kalla saman fræðafólk, fulltrúa samtaka fatlaðs fólks og fulltrúa stjórnvalda til samtals um þekkingu og reynslu til að þróa leiðir til að hindra ofbeldi gegn fötluðum konum. 

Alþjóðlegar rannsóknir sýna að fatlaðar konur eru mun líklegri en aðrar konur að vera beittar ofbeldi. Þrátt fyrir það, og þrátt fyrir að um sé að ræða alvarleg mannréttindfabrot, er ofbeldi gegn fötluðum konum enn falið og ósýnilegt og sjaldan brugðis við því af hálfu yfirvalda. Rannsóknir sýna að ofbeldi gegn konum og börnum hefur aukist í COVID-19 faraldrinum, einnig á Íslandi. Hér á landi hafa stjórnvöld brugðist við þessu með því að nýta nýja tækni við að þróa 112 vefgátt til vitundarvakningar og sem tæki til að takast á við og hindra ofbeldið.

Nú fyrir skömmu birti greiningardeild ríkislögreglustjóra viðamikla skýrslu um ofbeldi gegn fötluðu fólki, þar sem lagðar voru til ýmsar úrbætur. Vefgátt 112 er ein leið fyrir fatlað fólk að láta vita.

Málþingið verður 3ja febrúar, kl 14-16

Dagskráin er eftirfarandi:

Rannveig Traustadóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum býður þátttakendur velkomna.

  • Þorbera Fjölnisdóttir, Kvennahreyfingu ÖBÍ. Kynnir niðurstöður rannsóknar um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi að stuðningsúrræðum (10 mín).
  • Eliona Gjecaj, doktorsnemi í fötlunarfræðum. Segir frá rannsókn sinni um ofbeldi gegn fötluðum konum og aðgengi að réttlæti (10 mín).
  • Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri. Kynnir aðgerðarteymi stjórnvalda um vitunarvakningu um ofbeldi og aðgerðir til að hindra það (10 mín).
  • Magga Dóra Ragnarsdóttir, verkefnastjóri hjá 112 neyðarlínunni. Kynnir 112 vefgáttina (10 mín).
  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Rekur  aðkomu Þroskahjálpar að 112 neyðarlínunni og aðgengi kvenna með þroskahömlun og skyldar skerðingar að henni (10 mín).

Spurningar og umræður

Málstofustjóri: Rannveig Traustadóttir. Málstofan fer fram á ensku, en er táknmáls- og rittúlkun er í boði á íslensku.

Hlekkur á málþingið, sem er rafrænt, er hér.

Auglýsing með sama texta og í frétt

Annars er fjölbreytt dagskrá á Jafnréttisdögum. 

1. febrúar kl 13 er málþingið Reynsla nemenda með innflytjendabakgrunn af háskólanámi. Hlekkur á þann viðburð er hér.

Sama dag kl 14 er málþingið Kennslukannanir við Háskóla Íslands. Vettvangur áreitni? Og kl 15 Ecofeminism – Panel discussions

Um kvöldið er svo Kvisskvöld – Game Night

Frekari upplýsingar um viðburði Jafnréttisdaga er að finna hér.