Hér getur þú leitað að einhverju á síðu obi.is,
sláðu inn leitarorðið og leitaðu
Fullt var út úr dyrum á málþingi málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í dag, miðvikudaginn 5. apríl 2017. Yfirskrift málþingsins var „Skóli fyrir alla – Hindranir eða tækifæri“. Rætt var um jöfn tækifæri til menntunar og stefnuna skóli án aðgreiningar. Þá voru einnig skoðuð þau gráu svæði sem kunna að myndast á milli þjónustustiga þegar þeirri stefnu er fylgt.
Aðalfyrirlesari málþingsins var Dr. Erja Sandberg frá Finnlandi. Í doktorsrannsókn sinni fylgdi hún eftir 208 finnskum fjölskyldum barna með ADHD og kannaði reynslu þeirra af stuðningi frá hinu opinbera, skóla-, félags- og heilbrigðiskerfi. Niðurstöður hennar voru m.a. þær að:
Þá ræddi Dr. Erja Sandberg einnig um niðurstöður Finna í PISA-rannsókninni frá 2015. Hún bar saman niðurstöður Finnlands og Íslands
Sandberg fjallaði um að niðurstöður Finna í PISA hefðu dalað á síðasta áratug. Þar gæti verið um að kenna fjölskyldubakgrunni eða aukinni fátækt í Finnlandi. Sandberg hvetur íslensk yfirvöld til að leggja meiri áherslu á jákvæða nálgun og sálfræði gagnvart nemendum og að þeir taki í notkun svokallað VIA-próf (VIA Survey of Character Strenghts) sem mæli styrkleika hvers nemanda. Hefur prófið verið þýtt á finnsku og staðfært fyrir finnskar aðstæður og notað í kennaranámi við Háskólann í Helsinki þannig að verðandi kennarar læra að notað það.
Sjá nánar um rannsókn Erju hér.
Aðrir gestir á málþinginu voru Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og annar varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Hann lýsti yfir miklum áhuga á að skoða þau viðfangsefni sem voru til umræðu á málþinginu.
Hafdís Guðjónsdóttir, prófessor í kennslufræði og sérkennslufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, fjallaði um viðbragðssnjalla kennara sem störfuðu samkvæmt stefnunni um skóla án aðgreiningar. Mikilvægt væri að vera opinn fyrir margbreytilegum nemendahópi og hafa vilja til að breyta og aðlagast eftir nemendum og auðlindum þeirra.
Svandís Ingimundardóttir, skólafulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, talaði um að ekki þyrfti fleiri úttektir eða kannanir um stefnuna því nóg væri til af þeim. Þörf væri á samstilltum aðgerðum.
Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár náms- og starfsendurhæfingar, ræddi um ástæður þess að fólk leitaði eftir því úrræði. Þar vekti athygli að meðalaldurinn væri að lækka og karlmönnum í hópnum að fjölga.
Þá sögðu Steinunn Þorsteinsdóttir, nemi í iðjuþjálfun, og Iva Marín Adrichem, nýútskrifaður stúdent, frá reynslu sinni af skólakerfinu.
Einnig tók til máls Guðrún Sæmundsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.