Málþing og ráðstefnur

Nýja merkið. Borgarstjóri styður það markmið ÖBÍ og aðildarfélaga að það verði innleitt í borginni.

„Reynum að ná þessu í gegn"

Borgarstjóri lýsir stuðningi við ÖBÍ um innleiðingu nýs bílastæðamerkis fyrir hreyfihamlaða.
Lesa meira

Stóra bílastæðamálið

Stóra bílastæðamálið

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi stendur fyrir málþingi um aðgengi að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis.
Lesa meira

Málþing ÖBÍ Falinn fjársjóður? -sérskólar, kostir og gallar, var mjög vel sótt af fólki víða af. Ein…

Húsfyllir á málþingi ÖBÍ

Hvert sæti var skipað á málþingi ÖBÍ Falinn fjársjóður? -sérskólar, kostir og gallar.
Lesa meira

Mikilvægt er að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri í skólakerfinu til að nýta styrk sinn og hæfileik…

Málþing ÖBÍ: Falinn fjársjóður?

Markmiðið með málþinginu er að varpa ljósi á þá þjónustu sem nemendur með sérþarfir eru í reynd að fá í skólakerfinu og skapa umræðugrundvöll um skólamál í heild sinni.
Lesa meira

Úr pallborði á fundinum.
Mynd: Einar Ólason.

Fulltrúar allra þingflokka mættu á málþing

Fulltrúar allra átta stjórnmálaflokka sem náðu kjöri í Alþingiskosningunum í október sendu fulltrúa á málþing málefnahóps Öryrkjabandalags Íslands um kjaramál sem haldið var 1. nóvember síðastliðinn. Málþingið bar yfirskriftina „Bætum kjör lífeyrisþega“. Þingmennirnir voru spurðir hvað þeirra flokkur ætlaði að gera á kjörtímabilinu til að bæta kjör þeirra.
Lesa meira

Anna Lawson, lagaprófessor frá Bretlandi.
Mynd: Einar Ólason.

Áhersla á mikilvægi viðeigandi aðlögunar að vinnumarkaði

Anna Lawson, lagaprófessor frá Bretlandi, var gestur á málþingi sem Öryrkjabandalag Íslands bauð til á Hótel Natura í Reykjavík föstudaginn 13. október 2017. Anna Lawson ræddi þar um viðeigandi aðlögun að vinnumarkaði og starfsgetumat.
Lesa meira

Fjölmenni var á sameiginlegum fundi ÖBÍ og VIRK um starfsgetumat.
Mynd: Einar Ólason.

Starfsgetumat til umræðu á málþingi

Fjölmenni var á málþingi um starfsgetumat sem Öryrkjabandalag Íslands og VIRK starfsendurhæfingarsjóður buðu til á Grand Hótel miðvikudaginn 4. október 2017.
Lesa meira

Reglur að mörgu leyti í ósamræmi við SRFF

Reglur að mörgu leyti í ósamræmi við SRFF

Reglur um hjálpartæki á Íslandi eru að mörgu leyti í ósamræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) að mati hæstaréttarlögmanns sem hefur farið yfir lög og reglur um málaflokkinn hér á landi. Niðurstöður hans voru kynntar á málþingi um hjálpartæki daglegs lífs sem málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál bauð til 27. september 2017.
Lesa meira

Fjölmenni á málþingi málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál.
Mynd: Margrét Ögn Rafnsdóttir.

Húsfyllir á málþingi um menntamál

Fullt var út úr dyrum á málþingi málefnahóps ÖBÍ um atvinnu- og menntamál sem haldið var á Hilton Reykjavík Nordica í dag, miðvikudaginn 5. apríl 2017. Yfirskrift málþingsins var „Skóli fyrir alla – Hindranir eða tækifæri“.
Lesa meira

Opinn fundur um skatta og húsnæðismál

Opinn fundur um skatta og húsnæðismál

Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál bauð til opins fundar um skatta, skerðingar og húsnæðismál á Grand hóteli í dag, laugardaginn 18. mars, kl. 13-15. Þar kom meðal annars fram að hendur Brynju hússjóðs ÖBÍ eru bundnar um kaup á aðgenginlegum 2ja herbergja íbúðum vegna viðmiða Íbúðalánasjóðs. Þá kom einnig fram að ef persónuafsláttur hefði ekki verið aftengur frá launavísitölu hefðu skattleysismörk verið 220.000 krónur á mánuði árið 2013.
Lesa meira