Uppskeruhátíð hlaupara - Alzheimersamtökin

24ágú
Dagsetning: 24. ágúst kl. 18:30-20:00 Staðsetning: Alzheimersamtökunum, Hátúni 10, 105 Reykjavík

Öllum sem hlaupa undir merkjum Alzheimersamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu 2017 og fjölskyldum þeirra er boðið til grillveislu nokkrum dögum eftir hlaup. Með því vilja samtökin þakka hlýhuginn og gefa hlaupurum tækifæri til að gera upp gott hlaupasumar með því að koma saman, grilla pylsur og fara í leiki.