Fréttir

Stórauknir sjúklingaskattar grafalvarlegt mál

Öryrkjar greiða mun hærri sjúklingaskatta en áður. Þessu þarf að breyta ekki seinna en í gær segir formaður ÖBÍ.
Lesa meira

Sunna verður að fá hjálp

„Fólk sem lendir í svona verður að fá alla þá hjálp sem það getur fengið. Maður vill ekki gera sínum versta óvini það að lenda í þessu," segir formaður ÖBÍ um Sunnu Elviru Þorkelsdóttur, sem liggur illa slösuð á sjúkrahúsi á Spáni án þess að fá viðeigandi heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Aðstoðarkona Obama heimsækir ÖBÍ

Leah Katz-Hernandez, bandarísk baráttukona fyrir réttindum og málefnum fólks með fötlun heimsótti ÖBÍ í dag. Hún starfaði fyrir Barack Obama í forsetatíð hans.
Lesa meira

Mælt fyrir réttlætismáli á Alþingi

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, mælti í dag fyrir frumvarpi um afnám „krónu-á-móti-krónu“ skerðinga.
Lesa meira

Framkoma sem minnir á vogunarsjóði

Reykjavíkurborg dregur lappirnar í að fylgja skýrum fyrirmælum Hæstaréttar um sérstakar húsaleigubætur. Kallað er eftir því að borgin hætti lagatæknilegum útúrsnúningum annars kunni að þurfa að höfða nýtt dómsmál til að ná fram réttlæti fyrir umbjóðendur ÖBÍ.
Lesa meira

Alþingi þarf að muna eftir fötluðum konum

Þótt sögur fatlaðra kvenna um ofbeldi heyrist ekki út á við, þá þýðir það ekki að þær séu ekki sagðar. Ofbeldi gegn fötluðum konum var rætt á Alþingi fyrir helgi.
Lesa meira

Þingmenn styðja kröfur ÖBÍ

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar, tekur undir afdráttarlausa kröfu ÖBÍ um fullkomið afnám krónu-á-móti-krónu skerðinga hjá öryrkjum. „Mér heyrist ekki síst stjórnarþingmenn vera því hlynntir og vil hvetja þá til dáða," sagði hún á Alþingi í gær.
Lesa meira

Sammála um afnám „krónu-á-móti-krónu“ skerðinga

„Ég heyrði í síðustu viku að endurskoða ætti m.a. krónu á móti krónu regluna. Við erum öll sammála um að það beri að endurskoða hana og helst afnema,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á Alþingi í dag.
Lesa meira

Loforð um réttlátt kerfi

„Það að hafa enn þá krónu á móti krónu skerðingu þegar kemur að öryrkjum er okkur til skammar. Við skulum taka okkur á. Við skulum heita okkur því að sameinast um það verkefni að bæta kjör öryrkja áður en við förum héðan í vor,“ sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í umræðum um störf þingsins.
Lesa meira

Fátækt er pólitísk ákvörðun

„Núna hafa stjórnvöld tækifæri til að sýna að það er alvara á bak við orðin. Við leyfum okkur að vera bjartsýn og vongóð í upphafi nýs árs,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjarbandalags Íslands.
Lesa meira