06. desember, 2019
Ung vinstri græn, Ungir jafnaðarmenn, Ungir píratar og Ungir sósíalistar hafa bæst í hóp þeirra sem standa að baráttufundinum “Lýðræði - ekki auðræði” á morgun, laugardaginn 7. desember. Einnig hefur Verkalýðsmálaráð Samfylkingarinnar ákveðið að styðja kröfur fundarins. Félögin sem þegar höfðu lýst yfir stuðningi eru auk Stjórnarskrárfélagsins: VR stéttarfélag, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi - samtök gegn spillingu, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá og hópur almennra borgara og annarra félagasamtaka.
Lesa meira
04. desember, 2019
Már Gunnarsson sund- og tónlistarmaður er handhafi Kærleikskúlunnar 2019. Már er framúrskarandi fyrirmynd og hefur stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra ákveðið að veita honum Kærleikskúluna í ár. Ólöf Nordal listakona gerir Kærleikskúluna sem heitir SÓL ÉG SÁ. Allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur til Reykjadals, sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni.
Lesa meira
04. desember, 2019
3. desember árið 1998 á alþjóðlegum degi fatlaðra birti Öryrkjabandalagið grein í Morgunblaðinu undir fyrirsögninni Afléttum aðskilnaðarstefnunni. Nú 21 ári síðar, er forvitnilegt að lesa hana aftur, með hliðsjón af þeim baráttumálum sem hæst bera í dag, og hvað hefur áunnist. Hér sannast að baráttan er langhlaup, eins og Þuríður Harpa Sigurðardóttir kom inn á í ræðu sinni við afhendingu Hvatningarverðlauna ÖBÍ í ár. Því er greinin hér endurbirt.
Lesa meira
03. desember, 2019
Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins voru afhent í 13. sinn í dag við hátíðlega athöfn. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin.
Lesa meira
29. nóvember, 2019
Á bæjarráðsfundi Kópavogsbæjar þann 21. nóvember síðastliðinn var kynnt skýrsla samráðshóps um félagslegt húsnæði í Kópavogi. Helstu niðurstöður samráðshópsins eru þær að félagslega húsnæðiskerfi Kópavogsbæjar sé ekki sjálfbært, og leggur hópurinn til að leiga verði hækkuð um 30%.
Lesa meira
28. nóvember, 2019
Alþingi greiddi atkvæði um frumvarp til fjárlaga og þær breytingartillögur sem lágu fyrir í gær, miðvikudaginn 27. nóvember. Í stuttu máli var öllum breytingatillögum stjórnarandstöðunnar hafnað, og breytingartillögur meirihluta samþykktar.
Lesa meira
22. nóvember, 2019
Stjórn Öryrkjabandalags Íslands samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 22. nóvember, að taka undir kröfur um nýja stjórnarskrá.
Lesa meira
20. nóvember, 2019
Í ljósi nýlegs úrskurðar Úrskurðarnefndar velferðarmála gegn Kópavogsbæ, ákvað Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar að breyta reglum sínum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Lesa meira
20. nóvember, 2019
Þann 21. nóvember nk. kl. 10:45 í sal Þjóðminjasafnsins mun Lars Hulgaard, prófessor við Háskólann í Hróarskeldu og stofnandi og forstöðumaður „Centre for social innovation in civil society context“ flytja fyrirlestur sem heitir Hlutverk almannaheillasamtaka í félagslegri nýsköpun á Íslandi.
Lesa meira