Fréttir

Ljósmynd af P-merki fyrir hreyfihamlað fólk á bílastæði

Breyting á reglugerð um bifreiðastyrki.

Þann fyrsta september síðastliðinn, tók gildi ný reglugerð um styrki og uppbætur til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna kaupa og reksturs bifreiða. Helstu breytingar eru þær að nú eiga þeir sem taka endurhæfingalífeyri rétt skv. reglugerðinni, og hjón eða sambýlisfólk geta fengið styrk til kaupa á sameiginlegri bifreið.
Lesa meira

Myndin myndgerir að kveikja á perunni

Viðamikið samstarf um nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks

Öryrkjabandalag Íslands, Þroskahjálp, Átak og Hlaðvarp um mannréttindi fatlaðs fólks, Samtök frumkvöðla og hugvitsmanna og KVENN, félag kvenna í nýsköpun, hafa hafið samstarf um verkefnið "nýsköpunarvirkni fatlaðs fólks" Verkefnið snýst um að auka möguleika fatlaðs fólks til að starfa við nýsköpun annarsvegar, og hinsvegar efla nýsköpun með þátttöku þessa stóra hóps.
Lesa meira

Nær 8 af hverjum 10 eiga erfitt með að ná endum saman

Nær 8 af hverjum 10 eiga erfitt með að ná endum saman

Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, hefur kynnt rannsókn sem stofnunin vann að beiðni ÖBÍ, um stöðu fatlaðs fólks. Í stuttu máli eru niðurstöðurnar á þann veg að nærri 8 af hverjum tíu eiga erfitt, eða mjög erfitt með að láta enda ná saman um hver mánaðamót.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði Tryggingastofnunar

Umboðsmaður krefur ráðherra frekari svara

Umboðsmaður alþingis hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu í kjölfar svars þess vegna fyrra bréfs umboðsmanns. Þar óskaði hann eftir afstöðu ráðuneytisins á framkvæmd Tryggingastofnunar þegar kemur að synjun á örorkulífeyri til ungs fólks.
Lesa meira

Myndin sýnir merki ÖBÍ ásamt ártölunum 1961 og 2021

Öryrkjabandalagið fagnar 60 ára afmæli

Öryrkjabandalagið fagnar á þessu ári 60 ára starfi. Í dag, sunnudaginn 5. september, kl. 14 verður lítil samkoma á Hilton Nordica þar sem áfanganum verður fagnað og er viðburðinum streymt hér. Sérstakir gestir eru forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og Sif Holst, varaformaður Danske handicaporganisationer, systursamtaka ÖBÍ.
Lesa meira

Myndin sýnir unga konu tala táknmál

Aðalfréttatími Rúv og Krakkafréttir táknmálstúlkaðar

Nú fyrsta september verður sú breyting á þjónustu RÚV við heyrnarlausa að í stað sérstakra táknmálsfrétta, verður aðalfréttatími RÚV, kl 19, túlkaður beint á táknmál. RÚV hefur samið við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra um að túlkunina. Á sama tíma verður byrjað að senda Krakkafréttir út með táknmálstúlkun á RÚV.
Lesa meira

Myndin sýnir nýjan framkvæmdastjór ÖBÍ, Evu Þengilsdóttur

Nýr framkvæmdastjóri ÖBÍ.

Stjórn ÖBÍ hefur ráðið Evu Þengilsdóttur sem framkvæmdastjóra bandalagsins, og tekur hún til starfa 1. september. Eva hefur víðtæka reynslu af starfsemi þriðja geirans, m.a. sem framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar og verkefnastjóri hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, ásamt því að eiga þátt í mörgum verkefnum á vegum frjálsra félagasamtaka, svo sem stofnun Almannaheilla og Sjónarhóls.
Lesa meira

Kökurit sem sýnir 15% sneið og textann  #WeThe15

Alheims vitundarvakningar herferð hafin undir merkjum #WeThe15

Snemma morguns 19. ágúst var herferðinni #WeThe15 hleypt af stokkunum í Japan. Herferðinni er ætlað að minna á að 15% mannkyns er með fötlun samkvæmt skilgreiningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. 15% mannkyns er rúmlega milljarður einstaklinga. Tilgangur WeThe15 er að binda endi á mismunun í garð fatlaðs fólks og verða alheims hreyfing sem berst fyrir sýnileika fatlaðs fólks, aðgengi og þátttöku allra.
Lesa meira

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Nafnleysi TR ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti

Umboðsmaður Alþingis hefur birt álit sitt á því umkvörtunarefni að úrskurðir Tryggingastofnunar séu samkvæmt meginreglu nafnlausir. Í stuttu máli kemst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að slík framkvæmd stjórnsýsluákvarðana sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gera verði til forms og framsetningar stjórnvaldsákvarðana í ljósi sjónarmiða um réttaröryggi og vandaðra stjórnsýsluhátta.
Lesa meira

Myndin sýnir einstakling hjá tannlækni

Endurgreiðsla tannlæknakostnaðar vegna alvarlegra meðfæddra galla eða slysa

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest rammasamning Sjúkratrygginga Íslands og tannlækna um nauðsynlegar tannlækningar vegna alvarlegra afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Í stað endurgreiðslugjaldskrár frá árinu 2014 er nú búið að semja við tannlækna um föst verð sem hækkuð verða tvisvar á ári. Samningurinn gildir frá 15. júlí 2021 til og með 30. september 2022.
Lesa meira