Fréttir

Forsíða frumvarpsins

5,6% hækkun örorkulífeyris boðuð í fjárlagafrumvarpinu

Fjármálaráðherra hefur lagt fram fjárlagafrumvarp ársins 2022, og er það nú aðgengilegt á vef stjórnarráðsins. Helstu tíðindi úr frumvarpinu eru að grunnforsendur hækkunar örorkulífeyris eru 5,6% frá og með 1. janúar 2022.
Lesa meira

Myndin sýnir hús umboðsmanns

Umboðsmaður skoðaði aðstæður í skólum

Umboðsmaður Alþingis fór í vettvangsskoðun í grunnskóla 23. nóvember í þeim tilgangi að afla frekari upplýsinga vegna athugunar embættisins á aðbúnaði barna sem skilin eru frá samnemendum sínum og færð í sérstakt rými.
Lesa meira

Leiðbeiningarskylda og rannsóknarregla ekki virt.

Leiðbeiningarskylda og rannsóknarregla ekki virt.

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu í nýlegu áliti sínu að Tryggingastofnun hafi ekki sinnt leiðbeiningaskyldu sinni, og í kjölfarið hafi úrskurðarnefnd velferðarmála ekki gætt að því að uppfylla rannsóknarreglu stjórnsýslulaga, þegar nefndin kvað upp úrskurð í þeirri kæru sem fyrir henni lá.
Lesa meira

Er nauðung sveigjanlegt úrræði?

Er nauðung sveigjanlegt úrræði?

Í skýrslu sem Gæða of eftirlitsstofnun hefur sent frá sér um athugun á áhrifum Covid-19 á þjónustu við fatlað fólk, kemur fram það álit réttindagæslumanns að málum tengdum nauðung og þvingun hafi fjölgað hjá réttindagæslunni eftir því sem faraldurinn hefur dregist á langinn, og réttindagæslan veltir upp hvort nauðung sé orðið sveigjanlegt úrræði.
Lesa meira

Hæstiréttur veitir áfrýjunarleyfi í NPA máli

Hæstiréttur veitir áfrýjunarleyfi í NPA máli

Hæstiréttur Íslands hefur ákveðið að veita Erling Smith áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Mosfellsbæ, þar sem deilt var um skyldu sveitarfélagsins til að veita honum NPA þjónustu, þrátt fyrir að ríkið hefði ekki lagt af hendi þá fjármuni sem því bar samkvæmt lögum.
Lesa meira

Aukinn sveigjanleiki í mati á stuðningsþörf hjá Reykjavíkurborg

Aukinn sveigjanleiki í mati á stuðningsþörf hjá Reykjavíkurborg

Borgarráð hefur samþykkt nýjar reglur um stoð- og stuðningsþjónustu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Jafnframt var samþykkt að auka fjárheimild velferðarsviðs um 100 milljónir, sem meðal annars skal nota til að vinna á biðlistum eftir stuðningsþjónustu. 
Lesa meira

Þorsteinn t.v. og Jónas við húsnæði Örtækni.

Framkvæmdastjóraskipti hjá Örtækni

Jónas Páll Jakobsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Örtækni frá og með 1. nóvember 2021. Örtækni er í eigu Öryrkjabandalags Íslands og rekið á að ábyrgð þess.
Lesa meira

Umboðsmaður ítrekar rétt fatlaðra barna til náms á framhaldsskólastigi

Umboðsmaður ítrekar rétt fatlaðra barna til náms á framhaldsskólastigi

Umboðsmaður Alþingis hefur ákveði að ljúka athugun sinni á aðgengi fatlaðra barna að skólavist í framhaldsskóla, sem hann hóf í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um að fötluðum börnum væri synjað um skólavist.
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna til Hvatningarverðlauna

Nú fer hver að verða síðastur að tilnefna til Hvatningarverðlauna

Tilnefningar til Hvatningarverðlauna ÖBÍ standa yfir, en síðasti dagur til að tilnefna er 15. nóvember. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem hafa með verkum sínum stuðlað að einu samfélagi fyrir alla og endurspegla nútímalegar áherslur um þátttöku, sjálfstæði og jafnrétti fatlaðs fólks.
Lesa meira

Landsréttur hafnar frávísun í krónu á móti krónu máli

Landsréttur hafnar frávísun í krónu á móti krónu máli

Landsréttur felldi í dag þann úrskurð að frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á máli Öryrkjabandalagsins og einstaklings gegn Tryggingastofnun ríkisins, um að skerðing sú sem í daglegu tali er nefnd króna á móti krónu, sé andstæð stjórnarskrá.
Lesa meira