Fréttir

Skrifstofa ÖBÍ, Sigtúni 42

Sumarlokun skrifstofu ÖBÍ

Skrifstofa Öryrkjabandalagsins verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 19. júlí. Við opnum aftur þriðjudaginn 3. ágúst.
Lesa meira

Myndin sýnir merki ÖBÍ

Framkvæmdastjóri ÖBÍ lætur af störfum

Lilja Þorgeirsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri ÖBÍ þann 1. ágúst n.k. Lilja hefur starfað hjá ÖBÍ frá 1. mars 2008. Starfsfólk og stjórn ÖBÍ óskar Lilju velfarnaðar í því sem hún mun taka sér fyrir hendur og þakkar fyrir vel unnin störf.
Lesa meira

Myndin sýnir unga konu lesa upp við vegg.

Heimilisuppbót nú greidd með námsmönnum til 25 ára

Félagsmálaráðherra hefur breytt reglugerð um heimilisuppbót og uppbætur á lífeyri, á þann hátt að nú er heimilt að greiða heimilisuppbót, þó á heimilinu sé heimilismaður eldri en 18 ára í námi. Hér er um mikið réttindamál að ræða, enda hafa margir þurft að vísa barni sínu af heimilinu við 18 ára aldurinn.
Lesa meira

Myndin sýnir húsnæði TR

Tilraunaverkefni TR með símaráðgjöf

Í frétt á heimasíðu TR, kemur fram að nú í sumar verður prufukeyrt verkefni um símaráðgjöf. Einstaklingar geta þá pantað símtal frá þjónustufulltrúa TR sem hringir og veitir ráðgjöf um mál viðkomandi. Árangurinn verður metinn af verkefninu í lok sumars.
Lesa meira

Myndin sýnir Héraðsdóm Reykjavíkur

Frávísun í krónu á móti krónu máli

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi kröfum Öryrkjabandalagsins í máli okkar gegn Tryggingastofnun Ríkisins, vegna krónu á móti krónu skerðinga.
Lesa meira

Myndin sýnir Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann ÖBÍ, Lilju Þorgeirsdóttur, framkvæmdastjóra ÖBÍ, G…

Nýr starfsmaður á skrifstofu ÖBÍ

Í framhaldi af samkomulagi um stórátak um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk, sem undirritað var af formanni Öryrkjabandalagsins, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, félags- og barnamálaráðherra fyrir hönd ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hefur ÖBÍ ráðið Guðjón Sigurðsson, formann MND samtakanna, til að leiða starfið.
Lesa meira

Myndin sýnir Arnar Helga á hjólinu á hringveginum, fylgdarbíll á undan

Hjólar 400 kílómetra á innan við sólarhring

Arnar Helgi Lárusson, formaður Sem samtakanna, lagði af stað seinni part þriðjudagsins 22. júní í söfnunarverkefnið 400 kílómetrar á innan við sólarhring á handhjóli. Markmiðið er að safna fyrir 4 rafmagns fjallahjólum fyrir hreyfihamlaða.
Lesa meira

Styrkir til hjálpartækjakaupa hækka 1. júlí n.k.

Styrkir til hjálpartækjakaupa hækka 1. júlí n.k.

Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur undirritað nýja heildarreglugerð vegna styrkja til kaupa á hjálpartækjum. Reglugerðin mun taka gildi 1. júlí n.k. Í reglugerðinni eru fjárhæðir styrkja uppfærðir með tilliti til verðlags, en þeir hafa ekki hækkað frá árinu 2008. Áætlað er að framlög ríkisins munu í kjölfarið aukast um 214 milljónir króna á ári. Þetta eru hjálpartæki sem auðvelda fólki að takast á við athafnir daglegs lífs.
Lesa meira

Frá 5. endurskoðun SRFF. Mynd UN/Evan Schneider

Sjálfstætt líf á ráðstefnu SÞ

17. júní hefst ráðstefna þeirra ríkja Sameinuðu Þjóðanna sem fullgilt hafa SRFF í New York. Á meðan á ráðstefnunni stendur munu nokkur ríki norðurlandanna halda sérstaka viðburði, þar á meðal Finnland, Danmörk og Norræna ráðherraráðið, sem heldur viðburð um sjálfstætt líf og þátttöku allra í samfélaginu.
Lesa meira

Umboðsmaður krefur ráðherra svara um breytt verklag TR

Umboðsmaður krefur ráðherra svara um breytt verklag TR

Umboðsmaður Alþingis hefur sent félags- og barnamálaráðherra bréf þar sem spurt er hvort hann sé meðvitaður um að afgreiðsla umsókna um örorkulífeyri hjá Tryggingastofnun hafi mögulega breyst. Fyrirspurnin kemur til í kjölfar kvartana og ábendinga sem benda til að þessi framkvæmd kunni að hafa breyst þannig að umsóknum, einkum frá ungu fólki, sé í auknum mæli synjað á þeim grundvelli að endurhæfing sé ekki fullreynd.
Lesa meira