Skip to main content
Frétt

Alþjóðadagur psoriasis

By 21. október 2019No Comments
Spoex, Samtök Psoriasis- og Exemsjúklinga boða til fyrirlestra og vörukynninga á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, 105 Reykjavík þriðjudaginn 29. október 2019.

Húsið opnar klukkan 17:00 og fyrirlestrar hefjast 17:30.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.

Kaffi og léttar veitingar.

Dagskrá:

  • Ingvar Ágúst Ingvarsson formaður SPOEX og varaforseti IFPA
    –Fyrirlestur um Alþjóðasamtök psoriasis sjúklinga og kynning á Global Psoriasis Atlas verkefninu.

  • Laufey Steindórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Ingvar Hákon Ólafsson, tauga-og heilaskurðlæknir
    –Áhrif hugleiðslu og hreyfingar á heilastarfsemina og heilsuna.

  • Sebastiano Forgia og Ingeborg Beunders
    -Þau koma frá Boehringer Ingelheim og mun Ingeborg kynna hvernig þau vinna með sjúklingasamtökum og heita kynning hennar “Hlustað á rödd sjúklinga – Alþjóðadagur psoriasis 2019 (e. Listening to the patient’s voice – World Psoriasis Day 2019) og fyrirlestur Sebastiano heitir “Boehringer Ingelheim: committed to dermatology patients”. Þeirra kynningar verða fluttar á ensku