Skip to main content
Frétt

Aukin viðgerðarþjónusta vegna hjálpartækja

By 12. maí 2017No Comments

Sjúkratryggingar Íslands hafa gert samninga við sex fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu um viðgerðarþjónustu vegna hjálpartækja. Samningar taka gildi 15. maí nk. Fyrirtækin eru Fastus ehf, Icepharma hf, Stoð ehf stoðtækjasmíði, Títus ehf, Öryggismiðstöð Íslands ehf og Eirberg ehf frá 1. september nk.

Fleiri þjónustuaðilar munu nú sinna  viðgerðarþjónustu, aðgengi að verkstæðisþjónustu fer úr 5 tímum á dag í  8 – 9 tíma auk þess sem boðið verður upp á neyðarþjónustu með öryggisbakvakt til miðnættis við ákveðnar alvarlegar aðstæður.

Sjúkratryggingar Íslands eru einnig með samninga við verkstæði á landsbyggðinni um viðgerðarþjónustu hjálpartækja en þau eru Rafeyri ehf á Akureyri, Rafey ehf á Egilsstöðum, Rafskaut ehf á Ísafirði og Geisla ehf í Vestmannaeyjum.

Hér má lesa nánari kynningu á samningunum

Nánari upplýsingar má einnig finna á vef Sjúkratrygginga Íslands.