Skip to main content
Frétt

Dómstólar sýna hugleysi

By 10. febrúar 2017No Comments

Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalags Íslands, sagði í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 föstudaginn 10. febrúar að dómstólar hefðu sýnt hugleysi með því að leggja ekki efnislegt mat á hversu háarbætur ríki greiði örorkulífeyrisþegum. Hæstiréttur vísaði máli Dagrúnar Jónsdóttur gegn íslenska ríkinu og Tryggingastofnun frá dómi. Málið var rekið af ÖBÍ fyrir hönd Dagrúnar.

Dagrún er metin með 75% örorku eftir bílslys árið 1993. Hún telur að örorkulífeyrir ekki duga til að gefa lifað mannsæmandi lífi og kærði málið til héraðsdóms og síðan hæstaréttar þar sem stjórnvöld hefðu brotið gegn ákvæði stjórnarskrá um að ríkið eigi að tryggja öllum rétt til aðstoðar vegna örorku og annarra þátta.

Í viðtali við Morgunútvarpið sagði Ellen að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem dómstólar vísuðu máli um grundvallaratriði sem þessi frá án þess að það fái efnislega umfjöllun. „Ég upplifi dómstóla huglausa að þora ekki að stíga inn í hring mannréttinda.“ Það væri grundvallaratriði að dómstólar vernduðu mannréttindi sem kveðið væri á um í stjórnarskrá.

Ellen sagði einnig að með niðurstöðunni væri í raun verið að segja að mannréttindi væru algjört geðþóttamat löggjafa og stjórnvalda hverju sinni. Ef löggjafi og stjórnvöld geti ráðskast með mannréttindi að vild án þess að dómstólar meti það einu sinni hvort réttindi hafi verið brotin þá sé ekkert eftir af réttindunum.

Dómur Hæstaréttar

Frétt RÚV um dóminn

Frétt Mbl um dóminn